„Það kom mér ekkert á óvart, ég veit alveg hvað ég get og hef svo sem sýnt það í gegnum tíðina. Ég vissulega var á stærra sviði og fleiri sáu það – og ég er hrikalega stolt af því – en nei það kom mér ekkert á óvart,“ sagði Sandra um frammistöðu sína.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Belarús og Hollandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Vinnist leikirnir er ljóst að Ísland er á leiðinni á HM í fyrsta skipti.
„Hann er það, mjög mikilvægur og þó það séu tveir leikir í þessu verkefni þá skiptir Hollands leikurinn ekki máli ef við klárum ekki hinn. Við erum stilltar inn á það að klára hann fyrst og fremst og svo næsta verkefni.“
„Venst ágætlega, ætla ekkert að kvarta yfir því,“ sagði Sandra og hló aðspurð hvernig það væri að spila svona reglulega á Laugardalsvelli.
„Ég held ekki. Kannski fyrir einhverjar en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina í fótbolta að það getur allt gerst. Þær eru vaxandi, við þurfum að bera virðingu fyrir þeim en fyrst og fremst snýst þetta um okkar leik,“ sagði Sandra áður en hún setti kröfu á Íslendinga að koma og styðja við liðið af því það þarf á því að halda.