Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 23:01 Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk í leiknum gegn Ítalíu. Vísir/Vilhelm „Er pláss fyrir þessar þrjár „kanónur“ á miðjunni? Eru þær of líkar eða hvað finnst ykkur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, sérfræðinga sína í síðasta þætti er miðja íslenska landsliðsins var rædd. Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni?
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01