Erlent

Skoða leiðir til að endurheimta Namibíufé

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Graham Hopwood er framkvæmdastjóri IPPR sem eru eins konar andspillingarsamtök í Namibíu.
Graham Hopwood er framkvæmdastjóri IPPR sem eru eins konar andspillingarsamtök í Namibíu. Facebook/IPPR

Graham Hopwood framkvæmdastjóri IPPR í Namibíu greindi í dag frá því að samtökin og Íslandsdeild Transparency International hafi tekið höndum saman og séu nú að kanna leiðir til sækja þá fjármuni sem „hafi verið teknir út úr Namibíu“ vegna umsvifa Samherja þar í landi.

Hopwood greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali hjá One Africa TV.

Héraðssaksóknari er með til rannsóknar meintar mútugreiðslur og meinta spillingu sem tengjast úthlutun fiskveiðikvóta í Namibíu.

„Fyrst á dagskrá er að komast að því hversu mikið tjónið er og það er talsverð rannsóknarvinna í gangi sem hverfist einmitt um það, ekki aðeins í Namibíu, heldur víðar. Verið er að reyna að finna út hversu háar upphæðir teknar voru út úr Namibíu; hversu mikið Namibía tapaði vegna Samherjamálsins.“

Alls konar leiðir séu færar til að reyna að endurheimta fé; það geti þýtt lögsóknir, samningaviðræður og fleira. Verið sé að vinna að því að kortleggja leiðir.

„Íslandsdeild er ekki gáfumannaklúbbur sem situr bara og pælir í spillingu. Við erum stofnuð til að gera gagn. Við erum alþjóðleg samtök sem berst á öllum vígstöðvum; hér heima og á alþjóðagrundvelli. Það segir sig því sjálft að við tökum þátt í baráttu um endurheimt í stórum spillingarmálum þegar möguleiki er á slíku,“ segir Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International í samtali við fréttastofu.


Tengdar fréttir

Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja.

Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu

Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×