Handahófskennt tilboð frá Íslandi breytti lífinu Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:31 Natasha fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu á SheBelieves Cup Getty Images Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks, tók handahófskennda ákvörðun að koma til Íslands að spila fótbolta árið 2014. Ákvörðun sem hún segir hafa breytt lífi sínu til hins betra. Natasha fór um víðan völl í löngu viðtali við FIFA sem birtist í liðinni viku en þar fór hún meðal annars yfir knattspyrnuferil sinn til þessa og lífið á Íslandi. Natasha er fædd í Texas í Bandaríkjunum en fjölskylda hennar fluttist áður til Texas frá Nígeríu. Natasha lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna og draumur hennar var að spila í NWSL, bandarísku úrvalsdeildinni, áður en líf hennar tók óvænta stefnubreytingu. „Planið mitt var vissulega að spila í NWSL. Ég var fengin til liðs við Boston Breakers í nýliðavalinu en það gekk ekki upp á sama hátt og rætt hafði verið um upprunalega. Ég ætlaði að koma til móts við liðið eftir að ég útskrifaðist úr skólanum en svo vildu þau fá mig strax til liðs við sig, sem ég var ekki tilbúin að gera,“ sagði Natasha. „Eftir það leitaði ég mér að umboðsmanni sem var að skoða möguleika fyrir mig að spila erlendis. Þá kom tilboð frá Íslandi sem mér fannst í fyrstu frekar handahófskennt. Eftir að ég skoðaði málið nánar þá fannst mér eitthvað heillandi við þetta og ákvað að taka stökkið.“ Natasha samdi þá við ÍBV þar sem hún lék 57 leiki frá 2014-2016 áður en hún skipti yfir til Keflavíkur þar sem hún var í heil fimm tímabil. Fyrr á þessu ári samdi Natasha svo við Breiðablik. Natasha og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, innsigla félagaskiptin í Breiðablik með handabandi.Breiðablik „Fyrir manneskju sem hefur alist upp í einu af hlýjustu ríkjum Bandaríkjanna, að flytja í þetta villta, blauta og eldvirka svæði á lítilli eyju var mikið menningarsjokk. Landslagið og veðrið gat ekki verið mikið meira öðruvísi en það sem ég hafði vanist í Texas, þar sem allt er flatt og alltaf heitt,“ útskýrði Natasha um búflutninga sína til Íslands frá Bandaríkjunum. Ríkisborgararéttinum fylgdi stór bónus Natasha er gift Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, en Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2019. „Í sama mánuði fæ ég símtal frá KSÍ þar sem mér er boðið að koma á æfingar með landsliðinu,“ sagði Natasha, áður en hún bætti við. „Ég sóttist ekki eftir ríkisborgararétt til þess að spila fyrir landsliðið, það var aðallega út af fjölskyldu ástæðum. Að vera svo valin í landsliðið var vissulega stór bónus sem fylgdi ríkisborgararéttinum.“ Natasha, Rúnar Ingi og fjölskyldaInstagram - gipsyking9 „Rætur mínar ná svo djúpt hérna á Íslandi að mér líður eins og Íslending. Ég er búin að læra tungumálið og liðsfélagar mínir hrósa mér stöðugt hversu vel mér hefur tekist með það. Ég elska að þær tala allar íslensku við mig og jafnvel þótt ég eigi í einhverjum erfiðleikum með einstök orð, þá skipta þær aldrei yfir í ensku. Allir hafa mætt mér sem Íslending frá fyrstu mínútu.“ Natasha sér alls ekki eftir að hafa tekið þessa handahófskenndu ákvörðun að flytja til Íslands að spila fótbolta eftir að samningur hennar við Boston Breakers og draumur hennar að spila í NWSL gekk ekki eftir. „Það er smá klikkað að hugsa út í það. Ef ég hefði ekki komið til Íslands þá hefði ég ekki hitt eiginmann minn, eignast börn og notið allra þessa frábæru augnablika sem Ísland hefur gefið mér innan og utan vallar. Fólk segir oft að allt gerist af ástæðu. Ég er svo ótrúlega glöð og þakklát að allt atvikaðist eins og það gerði,“ sagði Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks. Í viðtalinu við FIFA ræðir Natasha líka SheBelives mótið sem hún tók þátt í með landsliðinu sem og fyrsta landsliðsmarkið sitt. Natasha ræðir einnig möguleika Íslands að vinna sér inn þátttökurétt á HM 2023 en framundan er afar mikilvægur landsleikjagluggi þar sem íslenska liðið mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi. Viðtalið í heild má lesa með því að smella hér. Breiðablik Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 „Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. 27. ágúst 2022 10:16 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Natasha fór um víðan völl í löngu viðtali við FIFA sem birtist í liðinni viku en þar fór hún meðal annars yfir knattspyrnuferil sinn til þessa og lífið á Íslandi. Natasha er fædd í Texas í Bandaríkjunum en fjölskylda hennar fluttist áður til Texas frá Nígeríu. Natasha lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna og draumur hennar var að spila í NWSL, bandarísku úrvalsdeildinni, áður en líf hennar tók óvænta stefnubreytingu. „Planið mitt var vissulega að spila í NWSL. Ég var fengin til liðs við Boston Breakers í nýliðavalinu en það gekk ekki upp á sama hátt og rætt hafði verið um upprunalega. Ég ætlaði að koma til móts við liðið eftir að ég útskrifaðist úr skólanum en svo vildu þau fá mig strax til liðs við sig, sem ég var ekki tilbúin að gera,“ sagði Natasha. „Eftir það leitaði ég mér að umboðsmanni sem var að skoða möguleika fyrir mig að spila erlendis. Þá kom tilboð frá Íslandi sem mér fannst í fyrstu frekar handahófskennt. Eftir að ég skoðaði málið nánar þá fannst mér eitthvað heillandi við þetta og ákvað að taka stökkið.“ Natasha samdi þá við ÍBV þar sem hún lék 57 leiki frá 2014-2016 áður en hún skipti yfir til Keflavíkur þar sem hún var í heil fimm tímabil. Fyrr á þessu ári samdi Natasha svo við Breiðablik. Natasha og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, innsigla félagaskiptin í Breiðablik með handabandi.Breiðablik „Fyrir manneskju sem hefur alist upp í einu af hlýjustu ríkjum Bandaríkjanna, að flytja í þetta villta, blauta og eldvirka svæði á lítilli eyju var mikið menningarsjokk. Landslagið og veðrið gat ekki verið mikið meira öðruvísi en það sem ég hafði vanist í Texas, þar sem allt er flatt og alltaf heitt,“ útskýrði Natasha um búflutninga sína til Íslands frá Bandaríkjunum. Ríkisborgararéttinum fylgdi stór bónus Natasha er gift Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, en Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2019. „Í sama mánuði fæ ég símtal frá KSÍ þar sem mér er boðið að koma á æfingar með landsliðinu,“ sagði Natasha, áður en hún bætti við. „Ég sóttist ekki eftir ríkisborgararétt til þess að spila fyrir landsliðið, það var aðallega út af fjölskyldu ástæðum. Að vera svo valin í landsliðið var vissulega stór bónus sem fylgdi ríkisborgararéttinum.“ Natasha, Rúnar Ingi og fjölskyldaInstagram - gipsyking9 „Rætur mínar ná svo djúpt hérna á Íslandi að mér líður eins og Íslending. Ég er búin að læra tungumálið og liðsfélagar mínir hrósa mér stöðugt hversu vel mér hefur tekist með það. Ég elska að þær tala allar íslensku við mig og jafnvel þótt ég eigi í einhverjum erfiðleikum með einstök orð, þá skipta þær aldrei yfir í ensku. Allir hafa mætt mér sem Íslending frá fyrstu mínútu.“ Natasha sér alls ekki eftir að hafa tekið þessa handahófskenndu ákvörðun að flytja til Íslands að spila fótbolta eftir að samningur hennar við Boston Breakers og draumur hennar að spila í NWSL gekk ekki eftir. „Það er smá klikkað að hugsa út í það. Ef ég hefði ekki komið til Íslands þá hefði ég ekki hitt eiginmann minn, eignast börn og notið allra þessa frábæru augnablika sem Ísland hefur gefið mér innan og utan vallar. Fólk segir oft að allt gerist af ástæðu. Ég er svo ótrúlega glöð og þakklát að allt atvikaðist eins og það gerði,“ sagði Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks. Í viðtalinu við FIFA ræðir Natasha líka SheBelives mótið sem hún tók þátt í með landsliðinu sem og fyrsta landsliðsmarkið sitt. Natasha ræðir einnig möguleika Íslands að vinna sér inn þátttökurétt á HM 2023 en framundan er afar mikilvægur landsleikjagluggi þar sem íslenska liðið mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi. Viðtalið í heild má lesa með því að smella hér.
Breiðablik Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 „Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. 27. ágúst 2022 10:16 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. 27. ágúst 2022 10:16