Berglind hefur í gegnum árin starfað sem fyrirsæta og framleiðandi. Hún var með slegið hárið og klæddist fallegum síðerma brúðarkjól sem glitraði einstaklega fallega.
Brúðurin var með kórónu á höfðinu ásamt brúðarslöri og brúðarvöndurinn var alveg hvítur. Veislan þeirra fór fram í Gamla bíói og dönsuðu gestir þar fram á nótt.

