Flaggskip breska flotans vélarvana Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2022 14:32 HMS Prince of Wales undan ströndum Bretlands. Getty/Christopher Furlong Umfangsmikil bilun varð í vél stærsta herskips Bretlands og flaggskipi breska flotans, HMS Prince of Wales, í gær. Verið var að sigla skipinu til Ameríku þegar bilunin varð og var skipið skammt suður af Bretlandi, þar sem það lá við ankeri. Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö. Bretland Hernaður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira
Nú virðist sem að sigla eigi skipinu aftur til hafnar, eins og sjá má á vef Marine Traffic. Skipið er annað af tveimur flugmóðurskipum Bretlands og kostaði smíði skipsins um 3,1 milljarða punda. Það samsvarar rúmum fimm hundruð milljörðum króna. Skipið er 280 metra langt, sjötíu metrar á breidd og ber skipið 36 F-35B orrustuþotur og fjórar Merlin-þyrlur, auk dróna. Miðillinn UK Defence Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að talið sé að öxull stjórnborðsskrúfu flugmóðurskipsins sé skemmdur. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að Prince of Wales var lagt upp að bryggju hér á Íslandi í vor. Prince of Wales var siglt frá Portsmouth á laugardaginn og var stefnan sett á New York í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og Karíbahafið. Í yfirlýsingu á vef breska flotans var því haldið fram að verkefni flugmóðurskipsins myndi móta framtíðarvarnarstörf undan ströndum Norður-Ameríku og í Karíbahafinu. Í Ameríku átti að flytja F-35B orrustuþotur um borð í flugmóðurskipið og átti áhöfn skipsins og flugmenn að taka þátt í æfingum með bandaríska flotanum. HMS Prince of Wales er systurskip HMS Queen Elizabeth en Bretar lögðu mikið púður í smíði skipanna, sem eiga að tryggja áhrif Breta á heimshöfunum sjö.
Bretland Hernaður Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira