Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2022 22:33 Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Sigurjón Ólason Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um álverið í Reyðarfirði en það er stærsti vinnustaður Austurlands. „Það eru um áttahundruð manns sem vinna hjá okkur, dags daglega, beint og óbeint. Og ef við tökum svo önnur afleidd störf þá erum við með umtalsvert meira. Þannig að við erum risastór hornsteinn í atvinnulífinu á Austurlandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Alcoa Fjarðaál er við Reyðarfjörð.Arnar Halldórsson Íbúafjöldinn á Reyðarfirði tók kipp með komu þess. Þar var iðnfyrirtækið Launafl sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. „Áður en álverið kom þá var þetta að vera komið niður í um 600 manns sem bjuggu hérna. En núna eru þetta að verða 1.500 manns. Þannig að það hefur orðið gífurleg breyting. Og í rauninni ef álverið hefði ekki komið þá hefðu Austfirðir ekki verið það sem þeir eru í dag,“ segir Reyðfirðingurinn Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Launafls á Reyðarfirði, eins helsta undirverktaka álversins.Sigurjón Ólason Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur starfa báðar hjá Alcoa sem og eiginmenn þeirra. „Þegar ég var í háskóla sá ég ekki endilega fyrir mér að koma aftur heim,“ segir Harpa. „Þannig var umræðan hjá okkur. Við vorum fyrir sunnan. Maðurinn minn var að læra. Þá var staðan þannig að við vorum ekkert endilega á leiðinni til baka,“ segir Aðalheiður. „En síðan kemur undirritunin og hún verður bara til þess að við kaupum hús og drífum okkur austur,“ segir Aðalheiður ennfremur. Harpa er fræðslustjóri álversins. Aðalheiður er fulltrúi mannauðsmála. Systurnar eru jafnframt drifkraftar í félagslífi Reyðarfjarðar, Harpa formaður kvenfélagsins og Aðalheiður formaður íþróttafélagsins.Sigurjón Ólason En hafa bændur áhyggjur af sambýli við álverið? Við spurðum þau á Sléttu. „Nei, ég hef ekki áhyggjur. Ekki af þessu álveri. Það er bara mjög vel hugsað um allar mengunarvarnir og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem rekur sauðfjárbú á Sléttu ásamt manni sínum, Guðjóni Má Jónssyni. Bændurnir á Sléttu í Reyðarfirði, Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir, ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk.Sigurjón Ólason Um 350 þúsund tonn af áli fara frá álverinu með skipum út í heim á hverju ári. En í hvað er varan notuð? Forstjórinn segir um helming fara á almennan markað sem svokallað hráál en hinn helmingurinn sé meira unnin vara og nefnir háspennulínur sem dæmi. „Vírarnir í byggðalínunni eru úr áli. Og nýjustu línurnar, það má alveg búast við því að í þeim sé ál frá Fjarðaáli, bara sem dæmi. Felgurnar á bílnum sem við komum á, þær eru nokkuð örugglega steyptar úr áli. Og við erum að framleiða þannig virðisaukandi vöru líka,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Stóriðja Fjarðabyggð Tengdar fréttir Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um álverið í Reyðarfirði en það er stærsti vinnustaður Austurlands. „Það eru um áttahundruð manns sem vinna hjá okkur, dags daglega, beint og óbeint. Og ef við tökum svo önnur afleidd störf þá erum við með umtalsvert meira. Þannig að við erum risastór hornsteinn í atvinnulífinu á Austurlandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Alcoa Fjarðaál er við Reyðarfjörð.Arnar Halldórsson Íbúafjöldinn á Reyðarfirði tók kipp með komu þess. Þar var iðnfyrirtækið Launafl sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. „Áður en álverið kom þá var þetta að vera komið niður í um 600 manns sem bjuggu hérna. En núna eru þetta að verða 1.500 manns. Þannig að það hefur orðið gífurleg breyting. Og í rauninni ef álverið hefði ekki komið þá hefðu Austfirðir ekki verið það sem þeir eru í dag,“ segir Reyðfirðingurinn Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Launafls á Reyðarfirði, eins helsta undirverktaka álversins.Sigurjón Ólason Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur starfa báðar hjá Alcoa sem og eiginmenn þeirra. „Þegar ég var í háskóla sá ég ekki endilega fyrir mér að koma aftur heim,“ segir Harpa. „Þannig var umræðan hjá okkur. Við vorum fyrir sunnan. Maðurinn minn var að læra. Þá var staðan þannig að við vorum ekkert endilega á leiðinni til baka,“ segir Aðalheiður. „En síðan kemur undirritunin og hún verður bara til þess að við kaupum hús og drífum okkur austur,“ segir Aðalheiður ennfremur. Harpa er fræðslustjóri álversins. Aðalheiður er fulltrúi mannauðsmála. Systurnar eru jafnframt drifkraftar í félagslífi Reyðarfjarðar, Harpa formaður kvenfélagsins og Aðalheiður formaður íþróttafélagsins.Sigurjón Ólason En hafa bændur áhyggjur af sambýli við álverið? Við spurðum þau á Sléttu. „Nei, ég hef ekki áhyggjur. Ekki af þessu álveri. Það er bara mjög vel hugsað um allar mengunarvarnir og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem rekur sauðfjárbú á Sléttu ásamt manni sínum, Guðjóni Má Jónssyni. Bændurnir á Sléttu í Reyðarfirði, Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir, ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk.Sigurjón Ólason Um 350 þúsund tonn af áli fara frá álverinu með skipum út í heim á hverju ári. En í hvað er varan notuð? Forstjórinn segir um helming fara á almennan markað sem svokallað hráál en hinn helmingurinn sé meira unnin vara og nefnir háspennulínur sem dæmi. „Vírarnir í byggðalínunni eru úr áli. Og nýjustu línurnar, það má alveg búast við því að í þeim sé ál frá Fjarðaáli, bara sem dæmi. Felgurnar á bílnum sem við komum á, þær eru nokkuð örugglega steyptar úr áli. Og við erum að framleiða þannig virðisaukandi vöru líka,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Stóriðja Fjarðabyggð Tengdar fréttir Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10
Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent