„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 12:00 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, býst við skemmtilegum leik milli Vals og Breiðabliks í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Stöð 2 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun. „Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira