Dýrasti leikmaður í sögu Arsenal lánaður til Nice Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 17:31 Nicolas Pépé mun ekki leika með Arsenal í vetur. Stuart MacFarlane/Getty Images Aðeins eru þrjú ár síðan Nicolas Pépé var gerður að dýrasta leikmanni í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Hann hefur nú yfirgefið félagið á lánssamningi og mun nú spóka sig um á frönsku Ríveríunni og spila með Nice í frönsku úrvalsdeildinni. Segja má að Pépé hafi aldrei náð þeim hæðum sem vonast var til í Lundúnum en hann kostaði Skytturnar 72 milljónir punda sumarið 2019. Þá var hann með rúmar sjö milljónir punda í árslaun hjá félaginu svo alls hefur Pépé kostað Arsenal tæpar 94 milljónir punda til þessa. Pépé, sem getur leikið á báðum köntum, spilaði alls 80 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann í þeim 16 mörk og lagði upp 9 á samherja sína. Hann gerir samning við Nice út þessa leiktíð en franska félagið hefur ekki forkaupsrétt og þarf ekki að kaupa leikmanninn fari svo að hann spili ákveðið marga leiki eða skori ákveðið magn af mörkum. Nice hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Kasper Schmeichel frá Leicester City, Aaron Ramsey á frjálsri sölu, Marcin Bulka frá París Saint-Germain, Rares Ilie frá FC Rapid, Alexis Beka Beka frá Lokomotiv Moskvu og Mattia Viti frá Empoli. Nice er í 16. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir þrjá umferðir. Arsenal er á sama tíma á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Segja má að Pépé hafi aldrei náð þeim hæðum sem vonast var til í Lundúnum en hann kostaði Skytturnar 72 milljónir punda sumarið 2019. Þá var hann með rúmar sjö milljónir punda í árslaun hjá félaginu svo alls hefur Pépé kostað Arsenal tæpar 94 milljónir punda til þessa. Pépé, sem getur leikið á báðum köntum, spilaði alls 80 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann í þeim 16 mörk og lagði upp 9 á samherja sína. Hann gerir samning við Nice út þessa leiktíð en franska félagið hefur ekki forkaupsrétt og þarf ekki að kaupa leikmanninn fari svo að hann spili ákveðið marga leiki eða skori ákveðið magn af mörkum. Nice hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar. Liðið fékk Kasper Schmeichel frá Leicester City, Aaron Ramsey á frjálsri sölu, Marcin Bulka frá París Saint-Germain, Rares Ilie frá FC Rapid, Alexis Beka Beka frá Lokomotiv Moskvu og Mattia Viti frá Empoli. Nice er í 16. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir þrjá umferðir. Arsenal er á sama tíma á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn