Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar. Getty/Alex Pantling Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi næsta föstudag og heldur svo til Hollands í úrslitaleik um sæti á HM. Landsliðið var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þar sem meðal annars var rætt um þá staðreynd að Karólína, sem var frábær á EM í Englandi í júlí, yrði ekki með vegna meiðsla. „Auðvitað eru það stórar fréttir og það fer hrollur um marga, eflaust. En við höfum misst út lykilleikmenn og við leysum það alltaf. Þetta er ekki of stór biti fyrir okkur,“ sagði Harpa. Kantmaðurinn Hlín Eiríksdóttir er nú með í landsliðinu á nýjan leik eftir góða frammistöðu í Svíþjóð í sumar. Koma hennar hjálpar til við að fylla í skarð Karólínu, segir Harpa: „Það er ekki það langt síðan að Karólína var ekki eitt af stóru nöfnunum. Við erum með reynslubolta þarna inni og getum gert breytingar. Karólína Lea var ekki á miðjunni hans [Þorsteins] á EM. Við erum að fá inn leikmenn eins og Hlín sem getur leyst þessa kantstöðu mjög vel – gríðarlega sterk og jákvætt að fá hana inn.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um landsliðið Auk þess sem Hlín kemur inn þá er miðvörðurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í hópnum á nýjan leik eftir að hafa farið á kostum með liði Vals í Bestu deildinni í sumar. Hún var valin í skarðið sem Hallbera Guðný Gísladóttir skildi eftir þegar hún lagði skóna á hilluna eftir EM, þrátt fyrir að Arna sé alls ekki hugsuð sem vinstri bakvörður. „Arna Sif búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni“ „Mér finnst mjög „basic“ að Arna Sif komi þarna inn. Hún er búin að vera að spila frábærlega og ég held að hún hafi alveg gert tilkall til þess að vera í EM-hópnum. Annað er nokkuð eftir bókinni,“ sagði Harpa um valið á varnar- og markmönnum. „Þetta kemur kannski á óvart því það hafa aðrir leikmenn virst vera á undan henni á lista hjá Þorsteini til þessa, en þetta kemur engan veginn á óvart miðað við frammistöðu í sumar og hún er klárlega búin að vinna sér inn fyrir þessu sæti,“ sagði Mist Rúnarsdóttir og benti á að Natasha Anasi, miðvörður Breiðabliks, hefði þó ekkert gert af sér til að missa Örnu Sif fram fyrir sig í goggunarröðinni. „Mér finnst Arna Sif bara búin að bera höfuð og herðar yfir aðra varnarmenn í deildinni í sumar. Ég veit ekki hvar listinn hans Steina er en ég held að Arna sé nú búin að vera á blaði hjá honum,“ sagði Harpa.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn