PGA-tímabilinu lýkur í Atlanta: Scheffler getur skráð sig á spjöld sögunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 15:01 Scottie Scheffler verður í sviðljósinu á mótinu. EPA-EFE/ROBERT PERRY PGA-tímabilið 2021-22 í golfi lýkur nú um helgina þegar Tour Championship-mótið fer fram á East Lake-vellinum í Atlanta. Sem stendur er hinn 26 ára gamli Scottie Scheffler, efsti kylfingur heimslistans, líklegastur til að hreppa hnossið en hann gæti sett met á mótinu. Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00. Golf Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tour Championship-mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og hefur nær alltaf verið eitt síðasta mót mótaraðarinnar. Patrick Cantlay fór með sigur af hólmi í fyrra, Dustin Johnson þar áður og Rory McIlroy árið 2019. Electricity at East lake The all-time best shots from the @PlayoffFinale pic.twitter.com/TVZjY1rY49— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Scheffler hefur átt frábært ár og er í þeirri stöðu að hann gæti endað sem sá kylfingur sem hefur þénað mest yfir stakt tímabil á PGA-mótaröðinni frá upphafi. Kylfingurinn hefur nú verið samfleytt á toppi heimslistans í 22 vikur og þá hefur hann rakað inn 14 milljónum Bandaríkjadala á tímabilinu en það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Ekki nóg með það heldur getur Scheffler komist í fámennan hóp kylfinga sem hafa unnið fimm eða fleiri PGA-mót á einu tímabili. Tiger Woods hefur gert það átta sinnum á ferli sínum en hinir eru Nick Price, Vijay Singh, Jason Day, Jordan Spieth og Justin Thomas. Scheffler kemst í þann hóp með sigri um helgina. Ekki nóg með það heldur vann hann Masters-mótið sem og önnur mót sem töldu aðeins tólf hæsta kylfinga heimslistans. Scheffler getur því með sanni fullkomnað eitt besta tímabil í sögu PGA-mótaraðarinnar með sigri um helgina. Wednesday prep at East Lake Scottie Scheffler and @Collin_Morikawa teed it up together for some last-minute practice before the @PlayoffFinale. pic.twitter.com/PoJCTKgJY3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2022 Tour Championship verður sýnt beint á Stöð 2 Golf þangað til skorið verður úr um hver sigrar á sunnudaginn kemur. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan. Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Fimmtudagur 25. ágúst: 17.00 til 22.00. Föstudagur 26. ágúst: 17.00 til 22.00. Laugardagur 27. ágúst: 17.00 til 23.00. Sunnudagur 28. ágúst: 16.00 til 22.00.
Golf Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira