Veður

Gular við­varanir og hætta á grjót- og aur­skriðum

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranirnar taka gildi á hádegi.
Viðvaranirnar taka gildi á hádegi. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Ströndum og Norðurlandi vestra, sem og á Norðurlandi eystra vegna mikillar rigningaspár.

Viðvaranirnar taka gildi nú á hádegi og eru í gildi til klukkan 10 í fyrramálið.

Búast má við talsverðri rigningu, einkum á Tröllaskaga og svæðinu þar í kring og má reikna með vatnavöxtum og aukinni hættu á bæði grjót- og aurskriðum.

Veðurstofan sagði frá því í morgun að lægð sé nú stödd fyrir austan land og þokist miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra.


Tengdar fréttir

Öflugur úr­komu­bakki fylgir lægð sem nálgast nú landið

Lægð er nú stödd fyrir austan land og þokast miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×