Grínaðist í Kristali eftir þrennuna: „Eina með öllu nema hráum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 10:02 Jasmín Erla hefur komið að 20 mörkum í 17 leikjum í deild og bikar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrennu er Stjarnan vann 7-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Jasmín er markahæst í deildinni með tíu mörk, þremur á undan næstu konum. Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira