Mina hlaut fangelsisdóminn í maí fyrir að hafa ásamt vini sínum, David Goldar, ráðist á konu sumarið 2017. Samkvæmt dómnum nauðgaði Mina konunni en Goldar, sem hlaut ekki dóm, gerði ekkert til að stöðva það.
Mina neitaði sök og áfrýjaði dómnum, svo endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir. Hann krafðist þess svo að fá að mæta aftur til æfinga hjá Celta á meðan að staðan væri þessi, og fékk það í gegn þó að hann væri ekki með á taktískum æfingum liðsins.
Nú hefur Mina hins vegar verið lánaður frá Celta til Al-Shabab í Sádi Arabíu og gildir lánssamningurinn fram til sumarsins 2023.
Footballer Santi Mina - who was sentenced by a Spanish court to 4 years in prison after being found guilty of sexual abuse, which has been appealed - is continuing his football career in Saudi Arabia, by joining Al Shabab. https://t.co/ppuAFvo6Bx
— Colin Millar (@Millar_Colin) August 23, 2022
Spænska blaðið Marca segir að með þessu losni Celta við umtalsverðan launakostnað en engu að síður muni hinn 26 ára gamli Mina fá enn betur borgað hjá sínu nýja félagi.
Marca segir að Mina hafi einnig staðið til boða að spila fyrir lið í Grikklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.