Laura Whitmore segir skilið við Love Island Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 23:14 Laura Whitmore hyggst snúa sér að öðrum verkefnum í haust. Getty/David M. Benett Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira