„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Elísabet Hanna skrifar 23. ágúst 2022 11:30 Parið var í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Aðsend Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. Parið lýsir skemmtilega fyrsta stefnumótinu. Þá bauð Logi Hallveigu út að borða og matseðillinn hljóðaði upp á níu rétti. „Við gátum ekki farið fyrr en eftir þrjá tíma því við vorum að fá rétti allan tímann. Þannig ef þetta hefði verið vandræðalegt þá hefðum við bara verið í þögn,“ segir Hallveig. Sem betur fer var stefnumótið langt frá því að vera vandræðalegt. Seldi bílinn eftir örlagarík veikindi Þegar þau byrjuðu að hittast átti Logi bíl sem var honum afar kær. Örlagaríkt ostrukvöld varð til þess að skipta þurfti bílnum út. Logi lýsir því að hann hafi orðið fárveikur af ostruátinu og þurft að fara upp á spítala. „Hallveig gat ekkert keyrt mig og gat ekki gert neitt því hún kunni ekki á bílinn,“ segir Logi. „Ég kann ekki á beinskiptan bíl, ég er þessi týpa sko,“ segir Hallveig og hlær. Þá hafði Logi fengið E. coli vírus eftir ostrurnar. Atvikið varð til þess að Logi seldi heittelskaða bílinn sinn. Klippa: Betri helmingurinn - Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir Öll pör þurfa að takast á við áskoranir. Logi var ungur faðir þegar þau Hallveig kynntust. „Bjartur sonur minn fæðist þarna 1. október 2017. Ég hafði verið einhleypur síðan í janúar eða febrúar það árið svo ég var búinn að vera einhleypur í svona ár þegar ég kynntist Hallveigu.“ Hann segir að það hafi verið svolítið flókið að hefja nýtt samband á þessum tímapunkti. En líka áhugavert og þannig sé lífið. Það haldi alltaf áfram. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Voru ekkert að flýta sér En parið gaf sér tíma og steig eitt skref í einu. „Hallveig kynnist Bjarti um sumarið. Þetta er svo stór ákvörðun þegar maður kynnir börnin sín fyrir einhverjum nýjum. Við vorum bara ekkert að flýta okkur að því,“ segir Logi. Þau eru þakklát fyrir að Hallveig hafi getað verið hluti af lífi Bjarts svo lengi. Hallveig minnir á að hún hafi aðeins verið 21 árs á þessum tíma og það hafi verið stórt skref að fara í samband með ungum föður. Hún hafi þó ekki miklað nýja hlutverkið fyrir sér. „Við vorum bæði bara svo ung,“ segir Logi þegar hann horfir til baka. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Föðurhlutverkið breytti forgangsröðuninni Logi segir föðurhlutverkið hafa gefið honum gríðarlega mikið og kennt honum að nálgast starf sitt sem listamaður á nýjan hátt. „Það var svo geggjað að eignast Bjart og fá einhvern veginn ógeðslega mikið rými til þess að þurfa að pæla númer eitt, tvö og þrjú í einhverjum öðrum,“ segir Logi. Hann hafi stækkað svo mikið sem manneskja að þurfa að hætta á sjálfshátíð, þar sem maður setur sjálfan sig í fyrsta sæti, því maður sé foreldri. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Mikilvægt að finna jafnvægið Logi segir Hallveigu hafa verið í aðalhlutverki á heimilinu undanfarið því annirnar hafi verið svo miklar hjá honum. „Hún tekur þungan af því að sinna hlutunum sem ég get ekki verið að sinna,“ segir Logi sem hefur verið að klára sjónvarpsseríu, koma fram og í náminu. Barnalán varð hjá parinu í fyrra þegar Bjartur eignaðist lítinn bróður. „Ég upplifi það kannski núna í fyrsta sinn þegar við erum með barn sem býr ekki á tveimur heimilum, sem er alltaf hjá okkur að þá þýðir það ekki að ég geti tekið vinnutörn þegar Bjartur er hjá mömmu sinni,“ segir Logi. „Ég verð einhvern veginn að finna einhverja jöfnu sem gengur upp fyrir alla núna.“ View this post on Instagram A post shared by Hallveig Hafstað Haraldsdóttir (@hallveig) Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan: Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Parið lýsir skemmtilega fyrsta stefnumótinu. Þá bauð Logi Hallveigu út að borða og matseðillinn hljóðaði upp á níu rétti. „Við gátum ekki farið fyrr en eftir þrjá tíma því við vorum að fá rétti allan tímann. Þannig ef þetta hefði verið vandræðalegt þá hefðum við bara verið í þögn,“ segir Hallveig. Sem betur fer var stefnumótið langt frá því að vera vandræðalegt. Seldi bílinn eftir örlagarík veikindi Þegar þau byrjuðu að hittast átti Logi bíl sem var honum afar kær. Örlagaríkt ostrukvöld varð til þess að skipta þurfti bílnum út. Logi lýsir því að hann hafi orðið fárveikur af ostruátinu og þurft að fara upp á spítala. „Hallveig gat ekkert keyrt mig og gat ekki gert neitt því hún kunni ekki á bílinn,“ segir Logi. „Ég kann ekki á beinskiptan bíl, ég er þessi týpa sko,“ segir Hallveig og hlær. Þá hafði Logi fengið E. coli vírus eftir ostrurnar. Atvikið varð til þess að Logi seldi heittelskaða bílinn sinn. Klippa: Betri helmingurinn - Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir Öll pör þurfa að takast á við áskoranir. Logi var ungur faðir þegar þau Hallveig kynntust. „Bjartur sonur minn fæðist þarna 1. október 2017. Ég hafði verið einhleypur síðan í janúar eða febrúar það árið svo ég var búinn að vera einhleypur í svona ár þegar ég kynntist Hallveigu.“ Hann segir að það hafi verið svolítið flókið að hefja nýtt samband á þessum tímapunkti. En líka áhugavert og þannig sé lífið. Það haldi alltaf áfram. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Voru ekkert að flýta sér En parið gaf sér tíma og steig eitt skref í einu. „Hallveig kynnist Bjarti um sumarið. Þetta er svo stór ákvörðun þegar maður kynnir börnin sín fyrir einhverjum nýjum. Við vorum bara ekkert að flýta okkur að því,“ segir Logi. Þau eru þakklát fyrir að Hallveig hafi getað verið hluti af lífi Bjarts svo lengi. Hallveig minnir á að hún hafi aðeins verið 21 árs á þessum tíma og það hafi verið stórt skref að fara í samband með ungum föður. Hún hafi þó ekki miklað nýja hlutverkið fyrir sér. „Við vorum bæði bara svo ung,“ segir Logi þegar hann horfir til baka. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Föðurhlutverkið breytti forgangsröðuninni Logi segir föðurhlutverkið hafa gefið honum gríðarlega mikið og kennt honum að nálgast starf sitt sem listamaður á nýjan hátt. „Það var svo geggjað að eignast Bjart og fá einhvern veginn ógeðslega mikið rými til þess að þurfa að pæla númer eitt, tvö og þrjú í einhverjum öðrum,“ segir Logi. Hann hafi stækkað svo mikið sem manneskja að þurfa að hætta á sjálfshátíð, þar sem maður setur sjálfan sig í fyrsta sæti, því maður sé foreldri. View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Mikilvægt að finna jafnvægið Logi segir Hallveigu hafa verið í aðalhlutverki á heimilinu undanfarið því annirnar hafi verið svo miklar hjá honum. „Hún tekur þungan af því að sinna hlutunum sem ég get ekki verið að sinna,“ segir Logi sem hefur verið að klára sjónvarpsseríu, koma fram og í náminu. Barnalán varð hjá parinu í fyrra þegar Bjartur eignaðist lítinn bróður. „Ég upplifi það kannski núna í fyrsta sinn þegar við erum með barn sem býr ekki á tveimur heimilum, sem er alltaf hjá okkur að þá þýðir það ekki að ég geti tekið vinnutörn þegar Bjartur er hjá mömmu sinni,“ segir Logi. „Ég verð einhvern veginn að finna einhverja jöfnu sem gengur upp fyrir alla núna.“ View this post on Instagram A post shared by Hallveig Hafstað Haraldsdóttir (@hallveig) Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00 „Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35 „Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
„Þetta kostaði bara lásasmið til þess að brjótast inn heima hjá okkur“ Leikarinn Hallgrímur Ólafsson, betur þekktur sem Halli Melló og Matthildur Magnúsdóttir lifa skemmtilegu lífi saman og kynntust eftir örlagaríkt „add“ á Facebook. Hann var ekki lengi að samþykkja vinabeiðnina enda kannaðist hann við Matthildi frá störfum hennar sem þula. 10. ágúst 2022 11:00
„Ég byrjaði að horfa á fæðingar á Youtube um leið og ég komst í tölvu“ Arna Ýr Jónsdóttir og Vignir Þór Bollason smullu hratt saman og eiga í dag tvö börn. Þau eru trúlofuð eftir skrautlegt bónorð þar sem Arna þurfti að hjálpa honum að standa upp þar sem hann sleit hásin skömmu áður en hann ákvað að fara niður á hné. 1. júlí 2022 11:35
„Við erum komin til þess að hafa mök“ Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir og Sævar Eyjólfsson gengu nýlega í hjónaband þar sem dragdrottning í New York gaf þau saman eftir að hafa byrjað sambandið sitt í gegnum Tinder reikning vinkonu Siggu Daggar sem „matchaði“ við hann. 23. júní 2022 21:30