Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 17:14 Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun. Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Díana Mirela býr ásamt fjölskyldu sinni á Siglufirði og var stödd á bensínstöð Olís þar í bæ á fimmtudaginn ásamt móður sinni, barni sínu og fjölskylduhundi þeirra, Kasper, sem var blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei. Kasper beit þar í hendi manns sem gekk í átt að bíl sínum. „Hundurinn var eitthvað stressaður og þetta gerðist allt mjög hratt. Maðurinn var á leið í bílinn sinn og hundurinn réðst á höndina hans. Hann hefur alltaf verið mjög passasamur með mömmu minni. Hún missti takið á hundinum, hún var að sjá um þriggja mánaða son minn sem var í vagni hjá henni og var að vakna,“ segir Díana í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vera viss um hvað hafi gerst hjá Kasper. Hún ítrekar að maðurinn sem var bitinn hafi ekki gert neitt til að styggja hundinn. Kasper var mjög ljúfur hundur að sögn Díönu. Ekkert var gert í málinu þennan fimmtudag en kvöldið eftir fékk faðir Díönu símtal frá lögreglunni þar sem honum var sagt að lögreglumenn væru á leiðinni að sækja hundinn. „Þá héldum við að hann væri að fara í geðmat en eins mikið og við spurðum hvað ætti að gera við hundinn sagði lögreglan að það væri ekki vitað, það væri ekkert að segja. Það voru bara engin svör. Ég var þá að svæfa barnið mitt inni í herbergi og náði ekki einu sinni að segja bless við hundinn minn. Ég hélt að þau myndu halda honum í nokkra daga,“ segir Díana. Þarna var klukkan átta að kvöldi til en rúmlega klukkustund síðar fékk fjölskyldan annað símtal frá lögreglunni. Þá var búið að flytja Kasper til Akureyrar og búið að taka ákvörðun um að aflífa hann. Vissu ekki af geðmatinu Samkvæmt Hundahald.is, upplýsingavef fyrir eigendur hunda og almenning, þá fer Heilbrigðiseftirlitið fram á óháð mat á skapgerð hunda sem bíta. Eftir að búið er að meta skapgerðina er hægt að fara fram á að hundi sé lógað. „Ég grátbað þá um að hugsa sig betur um. Þá vissum við ekki að hundar ættu að fara í geðmat og láta greina hvernig hann er, hvernig skapgerðin í hundinum er. Þannig að þau slepptu því skrefi. Mér skilst að það skref taki nokkra daga og það sé ekki gert sama dag og hundurinn er tekinn,“ segir Díana. Fengu ekki að kveðja hann Við öllum spurningum fjölskyldunnar fékkst það svar að þetta væri eitthvað sem þyrfti að gera. Díana spurði þá hvort þau gætu fengið að vera hjá Kasper á meðan hann yrði svæfður. Það var því miður orðið of seint fyrir það. „Við fengum ekki að kveðja hann, við fengum ekki neitt. Hann var örugglega bara aflífaður á sama tíma og löggan var að segja að þetta væri það eina í stöðunni,“ segir Díana. Ein ummæli lögreglunnar sitja í Díönu. „Lögreglan sagði við mig, sem mér fannst frekar skrítið, að við mættum kæra þetta eftir á ef okkur litist ekki vel á hvernig þetta var gert. Sem hljómar eins og þau vissu upp á sig sökina og að þetta væri kannski ekki beint rétta leiðin. Það er alveg frekar furðulegt að fá þetta komment,“ segir Díana. Díana gagnrýnir það að hafa ekki fengið að kveðja hundinn sinn. Skoða sinn rétt Fjölskyldan fékk aldrei nein gögn í hendurnar sem sýndu fram á að taka ætti hundinn af þeim. Þá segir Díana að engin skýrsla hafi verið gerð í tengslum við málið. Nú er fjölskyldan að skoða sinn rétt og athuga hvort það sé hægt að gera eitthvað í málinu. Þau vilja samt benda á að sama hvort þetta séu reglur eða ekki, þá sé þetta ekki í lagi. „Við viljum ekki að einhver annar lendi í þessu því það er alveg örugglega alveg jafn sárt fyrir einhvern annan,“ segir Díana að lokum. Þau svör fengust hjá Lögreglunni á Akureyri síðdegis að enginn væri á vakt sem gæti svarað fyrir þetta mál. Hægt væri að reyna aftur á morgun.
Dýr Gæludýr Hundar Fjallabyggð Lögreglan Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira