BKG sýndur í nýju ljósi á heimsleikunum: Einn erfiðasti klukkutíminn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson er magnaður íþróttamaður og það er fróðlegt að sjá hvað gengur á hjá honum á milli keppnisgreina á heimsleikunum i CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson leyfði einstakt aðgengi að sér á heimsleikunum í CrossFit í ár en þeim lauk í byrjun mánaðarins. Nú má sjá afrakstur þess. Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni. Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni. Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin. CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna. Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel. Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Akk3hcBtA0s">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni. Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni. Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin. CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna. Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel. Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Akk3hcBtA0s">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira