Veður

Hæg breyti­leg átt og víða dá­litlar skúrir

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með að hiti verði á bilinu sjö til fjórtán stig yfir daginn.
Reikna má með að hiti verði á bilinu sjö til fjórtán stig yfir daginn. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir fremur hægri, breytilegri átt í dag og víða dálitlar skúrir. Norðantil á landinu verður þó bjart með köflum og yfirleitt þurrt.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Reikna má með að hiti verði á bilinu sjö til fjórtán stig yfir daginn.

„Á morgun nálgast skil landið úr suðaustri. Þá gengur í norðaustan 10-18 m/s við suðausturströndina og fer að rigna, og síðdegis verður svo komin rigning víðast hvar á Suðaustur- og Austurlandi.

Í öðrum landshlutum verður norðaustan kaldi og úrkomulítið, og suðvestantil á landinu er útlit fyrir bjart veður með hita að 16 stigum.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Gengur í norðaustan 10-18 m/s við suðausturströndina og fer að rigna, en 5-13 og þurrt að kalla í öðrum landshlutum. Víða rigning á Suðaustur- og Austurlandi undir kvöld. Hiti 8 til 16 stig, mildast suðvestantil.

Á miðvikudag: Norðaustan og norðan 5-10 og súld eða dálítil rigning, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Talsverð rigning austanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Norðan 8-15 vestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið á Suðurlandi. Hiti 8 til 15 stig.

Á föstudag: Norðan og norðvestan 5-13. Víða bjartviðri sunnan- og vestanlands og hiti 9 til 16 stig, en rigning á Norður- og Austurlandi með 5 til 10 stiga hita.

Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 8 til 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×