Innlent

Flúði lög­reglu og hafnaði í kjallara­tröppum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bíllinn hafnaði í kjallaratröppum á Tjarnarbraut á Egilsstöðum í nótt.
Bíllinn hafnaði í kjallaratröppum á Tjarnarbraut á Egilsstöðum í nótt. skjáskot/tiktok

Ökumaður keyrði bíl sínum utan í húsvegg á Egilsstöðum í dag og hafnaði í kjallaratröppum hússins að lokinni eftirför lögreglu. 

Greint var frá þessu á vef RÚV en myndskeið af bílnum var einnig birt á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem sjá má bílinn á hvolfi í kjallaratröppunum. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stakk ökumaðurinn lögreglu af eftir að honum var gefið merki um að stöðva bifreiðina. Eftirför lögreglu lauk með því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Hjalta Bergmari Axelssyni sem segir manninn hafa verið handtekinn eftir læknisskoðun í nótt og að hann hafi gist fangageymslu. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu um hádegi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×