Móðir Hrafnhildar Lilju, sem myrt var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum, segir að yfirlögregluþjónn hafi hringt símtalið sem hún hafi beðið eftir í fjórtán ár. Hún og Sigurlaug Hrafnsdóttir, systir hennar, segjast þakklátar fyrir að lögregla hafi hlustað.
Nokkrir liggja undir grun vegna tveggja hnífsstunguárása sem urðu í Miðbæ Reykjavíkur í nótt. Yfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni og óttast að ofbeldisbylgja ríði nú yfir þar sem varla líði helgi án hnífsstunguárása í miðborginni.
Þá förum við um Breiðafjörð en ævintýraferðir á bátum þar vekja mikla lukku meðal gesta.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan hálf sjö.