Sá sem var drepinn í skotárásinni í Malmö hátt settur í glæpagengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 20. ágúst 2022 11:35 Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um árásina. EPA-EFE/JOHN NILSSON Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu. Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu.
Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56