Placido Domingo viðriðinn mansalshring í Argentínu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2022 14:31 Placido Domingo á tónleikum í Mérida á Spáni í september í fyrra. Jorge Armestar/Getty Images Argentínska lögreglan hefur handtekið rúmlega 20 manns sem eru grunaðir um að reka mansalshring, sem rændi konur aleigu þeirra og seldi þær í vændi. Fullyrt er að spænski óperusöngvarinn Placido Domingo sé á meðal viðskiptavina samtakanna. Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið. Argentína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Argentínska lögreglan framkvæmdi rassíu samtímis á 50 stöðum í höfuðborginni, Buenos Aires, fyrir viku. Aðgerðin beindist gegn stofnun sem heitir Jógaskóli Buenos Aires. Eftir margra mánaða rannsóknir og símahleranir telur lögreglan að skólinn hafi í 30 ár stundað að hneppa konur í þrældóm, hafa af þeim aleiguna og selja þær í vændi. 180 konur hnepptar í ánauð Skólinn, eða glæpasamtökin, fékk augastað á auðtrúa og veikgeðja konum, taldi þeim trú um að þær gætu öðlast hamingju og innri frið í gegnum nám í skólanum. Smám saman voru þær rúnar inn að skinni, heilaþvegnar og þeim talin trú um að leiðin til frama og hamingju innan veggja safnaðarins væri að veita ríkum viðskiptavinum kynferðislega þjónustu. Þannig ynnu þær sér inn stig sem ykju áhrif þeirra innan safnaðarins. Fullyrt er að a.m.k. 180 konur hafi verið hnepptar í kynlífsánauð. Í lögregluaðgerðinni handtók lögreglan 24, hún lagði hald á rúmlega eina milljón bandaríkjadala, umfangsmikið safn kláms og kynlífstóla. Leiðtogi Jógaskólans heitir Juan Percowicz. Hann er 84 ára, ferðast um í dýrum glæsikerrum og var handtekinn í glæsihýsi sínu í auðmannahverfi í Buenos Aires. Hann var handtekinn fyrir 30 árum og sakaður um það sama og nú, en slapp þá undan klóm réttvísinnar án þess að nokkur ákæra væri lögð fram. Talið er að það hafi verið vegna góðra tengsla hans við argentínska stjórnmálamenn, en ekki síður við ýmis mannréttindasamtök, en Jógaskólinn hefur meðal annars gefið sig út fyrir að hjálpa alnæmissjúklingum og að aðstoða fíkla við að komast aftur á réttan kjöl. Placido Domingo sagður einn „viðskiptavina“ Spænska dagblaðið El País hefur heimildir fyrir því að spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo, sé einn þeirra sem hafi greitt fyrir kynlíf með þeim konum sem skólinn hneppti í ánauð. Blaðið segir að argentínska lögreglan hafi upptökur af samtölum Domingo við konu þar sem hann tilkynni henni hvar og hvernig hún eigi að mæta á tiltekinn stað án þess að öryggisverðir Domingo verði nokkurs varir. Ekki er vitað síðan hvenær upptökurnar eru, en El País vekur athygli á því að Domingo hélt tónleika í Buenos Aires í apríl síðastliðnum. Slétt þrjú ár eru síðan um 20 konur í Bandaríkjunum sökuðu Domingo opinberlega um kynferðislega áreitni. Hann hefur ætíð neitað þeim ásökunum en af þeim sökum var öllu tónleikahaldi hans aflýst um 2ja ára skeið. Engin ákæra var lögð fram gegn honum og fyrir ári tók hann upp tónleikahald að nýju. Hann hefur ekki viljað svara fyrirspurnum El País um málið.
Argentína Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira