Ómar Ingi: Létum Breiðablik hafa fyrir hlutnum Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2022 22:30 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í leik kvöldsins gegn Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét HK er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Kórnum. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, bar höfuðið hátt eftir naumt tap gegn toppliði Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Sjá meira