Ómar Ingi: Létum Breiðablik hafa fyrir hlutnum Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2022 22:30 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, í leik kvöldsins gegn Breiðabliki. Vísir/Hulda Margrét HK er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 0-1 tap gegn Breiðabliki í Kórnum. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, bar höfuðið hátt eftir naumt tap gegn toppliði Bestu deildarinnar. „Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum. HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan að mestu leyti góð. Við vildum reyna að setja pressu á þá og halda í boltann. Mér fannst við láta þá hafa mikið fyrir því að fara áfram í kvöld,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Vísi eftir leik. Ómar var ánægður með hvernig hans menn leystu pressu Breiðabliks í fyrri hálfleik þar sem þeir héldu boltanum inn á vallarhelmingi HK. „Við vorum meðvitaðir um að það gæti gerst að við þyrftum að spila aftarlega. Við höfum séð það gerast hjá öllum andstæðingum Breiðabliks á tímabilinu. Við ræddum það fyrir leik að þá yrðum við að vera þéttir fyrir og verja leiðirnar að markinu sem mér fannst ganga upp.“ Omar Sowe kom Breiðabliki yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ómar Ingi hefði viljað sjá sína menn spila betri varnarleik á því augnabliki. „Við hefðum átt að koma í veg fyrir það. Auðvitað er það þannig að alltaf þegar þú færð á þig mark þá klikkar eitthvað. Við vissum að þeir myndu nýta sér þessa leið og ef ég hefði fengið að velja þá hefði ég kosið að fá á mig mark á öðruvísi hátt.“ Ómar var ánægður með hvernig HK spilaði eftir að hafa fengið á sig mark og var allt annar bragur á liðinu miðað við síðasta leik. „Mér fannst viðbrögðin góð eftir að við fengum á okkur mark. Ég held að Blikarnir hafi fundið það að þeir myndu ekki valta yfir okkur þrátt fyrir að hafa komist marki yfir. Mér fannst viðbrögðin við markinu í kvöld töluvert betri heldur en í síðasta leik gegn Þór Akureyri. Það var töluvert meira vinnuframlag frá liðinu í kvöld sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta leik.“ Heimamenn freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki og koma leiknum í framlengingu og var Ómar nokkuð sáttur með færin sem liðið skapaði sér á síðustu mínútunum. „Ég var ánægður með færin sem við sköpuðum okkur undir lokin. Mér fannst við fá besta færið okkar undir lok fyrri hálfleiks þegar Teitur [Magnússon] skallaði í slána og síðan björgðu þeir á línu,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
HK Mjólkurbikar karla Breiðablik Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Sjá meira