Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2022 12:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir miður að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan. Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björk sagði í viðtali við The Guardian í morgun að Katrín hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. „Það er alveg rétt að Björk hvatti mig til þess að lýsa yfir neyðarástandi í skilaboðum sem hún sendi mér. Það var tekið til skoðunar og rætt á fundi ríkisstjórnar. Okkar niðurstaða var hins vegar að við vildum aðra nálgun, við vildum leggja áherslu á aðgerðir sem skila árangri,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi um gagnrýni Bjarkar. Sagði Katrín að öllum mætti vera ljóst að loftslagsmálin væru að valda neyð víða í heiminum. Tími væri kominn á aðgerðir, fremur en orð. „Það er ekki þörf á fleiri orðum til að ítreka það heldur aðgerðum. Þess vegna vorum við til að mynda með fyrstu þjóða til að lögfesta kolefnisleysi. Við höfum verið að vinna samkvæmt mjög ítarlegri aðgerðaráætlun því að við viljum ná árangri í þesum málum,“ sagði Katrín. Henni þætti leitt að Björk hafi orðið fyrir vonbrigðum. „Já, það er leitt en ég held að þegar til lengri tíma er horft skipti mestu máli að við, Ísland, náum árangri í raunverulegum aðgerðum í að draga úr losun gróðurhúsategunda og ná kolefnishlutleysi“. Katrín vísaði því enn fremur á bug að hún hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið, líkt og Björk sakaði hana um í umræddu viðtali. „Algjörlega og loftslagsmálin voru sannarlega til umræðu á þessum tíma, sem og endranær. Við vorum að ræða þau á þessum ríkisstjórnarfundi,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Horfa má á viðtalið við hana í heild sinni hér að ofan.
Loftslagsmál Umhverfismál Björk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. 19. ágúst 2022 09:43