Þrír fangar ákærðir vegna morðsins á James „Whitey“ Bulger Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 07:56 James „Whitey“ Bulger á lögreglumyndum frá árinu 1953. Glæpaforinginn hélt hluta Boston í heljargreipum um árabil. AP Þrír hafa verið ákærðir vegna morðsins á hinum alræmda bandaríska glæpaforingja, James „Whitey“ Bulger. Hinn 89 ára Bulger fannst meðvitundarlaus í öryggisfangelsi í Vestur-Virginíu í október 2018 þar sem hann afplánaði dóm og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar. Þrír fangar – þeir Fotios Geas, 55 ára, Paul J DeCologero, 48 ára og Sean McKinnon, 36 ára – hafa nú verið ákærðir vegna morðsins á Bulger. Bulger, sem stýrði um árabil glæpasamtökum í Boston, var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir sextán ár á flótta frá yfirvöldum. Hann var að afplána tvo lífstíðardóma vegna ellefu morða þegar ráðist var á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Sama dag hafði hann verið fluttur í Hazelton-fangelsið í Vestur-Virginíu sem hýsir tæplega 1.400 fanga. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunum á hendur föngunum þremur í gær. Eru þeir Geas og DeCologero sakaðir um að hafa veitt Bulger fjölda áverka á höfði sem leiddu til dauða hans. Þá er McKinnon ákærður þar sem hann á að hafa borið ljúgvitni í málinu. Bulger var á flótta undan FBI í heil sextán ár en var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir að íslensk kona sem bjó í næsta húsi við hann lét yfirvöld vita. Bulger stýrði á sínum tíma glæpagenginu Winter Hill í suðurhluta Boston en var einnig sagður hafa verið uppljóstrari fyrir alríkislögregluna FBI. Glæpaferill hans var umfjöllunarefni kvikmyndanna Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverki og sömuleiðis The Departed sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2007. Bandaríkin Erlend sakamál James Whitey Bulger Tengdar fréttir Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þrír fangar – þeir Fotios Geas, 55 ára, Paul J DeCologero, 48 ára og Sean McKinnon, 36 ára – hafa nú verið ákærðir vegna morðsins á Bulger. Bulger, sem stýrði um árabil glæpasamtökum í Boston, var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir sextán ár á flótta frá yfirvöldum. Hann var að afplána tvo lífstíðardóma vegna ellefu morða þegar ráðist var á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Sama dag hafði hann verið fluttur í Hazelton-fangelsið í Vestur-Virginíu sem hýsir tæplega 1.400 fanga. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunum á hendur föngunum þremur í gær. Eru þeir Geas og DeCologero sakaðir um að hafa veitt Bulger fjölda áverka á höfði sem leiddu til dauða hans. Þá er McKinnon ákærður þar sem hann á að hafa borið ljúgvitni í málinu. Bulger var á flótta undan FBI í heil sextán ár en var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir að íslensk kona sem bjó í næsta húsi við hann lét yfirvöld vita. Bulger stýrði á sínum tíma glæpagenginu Winter Hill í suðurhluta Boston en var einnig sagður hafa verið uppljóstrari fyrir alríkislögregluna FBI. Glæpaferill hans var umfjöllunarefni kvikmyndanna Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverki og sömuleiðis The Departed sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2007.
Bandaríkin Erlend sakamál James Whitey Bulger Tengdar fréttir Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00