Þrír fangar ákærðir vegna morðsins á James „Whitey“ Bulger Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2022 07:56 James „Whitey“ Bulger á lögreglumyndum frá árinu 1953. Glæpaforinginn hélt hluta Boston í heljargreipum um árabil. AP Þrír hafa verið ákærðir vegna morðsins á hinum alræmda bandaríska glæpaforingja, James „Whitey“ Bulger. Hinn 89 ára Bulger fannst meðvitundarlaus í öryggisfangelsi í Vestur-Virginíu í október 2018 þar sem hann afplánaði dóm og var hann úrskurðaður látinn skömmu síðar. Þrír fangar – þeir Fotios Geas, 55 ára, Paul J DeCologero, 48 ára og Sean McKinnon, 36 ára – hafa nú verið ákærðir vegna morðsins á Bulger. Bulger, sem stýrði um árabil glæpasamtökum í Boston, var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir sextán ár á flótta frá yfirvöldum. Hann var að afplána tvo lífstíðardóma vegna ellefu morða þegar ráðist var á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Sama dag hafði hann verið fluttur í Hazelton-fangelsið í Vestur-Virginíu sem hýsir tæplega 1.400 fanga. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunum á hendur föngunum þremur í gær. Eru þeir Geas og DeCologero sakaðir um að hafa veitt Bulger fjölda áverka á höfði sem leiddu til dauða hans. Þá er McKinnon ákærður þar sem hann á að hafa borið ljúgvitni í málinu. Bulger var á flótta undan FBI í heil sextán ár en var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir að íslensk kona sem bjó í næsta húsi við hann lét yfirvöld vita. Bulger stýrði á sínum tíma glæpagenginu Winter Hill í suðurhluta Boston en var einnig sagður hafa verið uppljóstrari fyrir alríkislögregluna FBI. Glæpaferill hans var umfjöllunarefni kvikmyndanna Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverki og sömuleiðis The Departed sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2007. Bandaríkin Erlend sakamál James Whitey Bulger Tengdar fréttir Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Þrír fangar – þeir Fotios Geas, 55 ára, Paul J DeCologero, 48 ára og Sean McKinnon, 36 ára – hafa nú verið ákærðir vegna morðsins á Bulger. Bulger, sem stýrði um árabil glæpasamtökum í Boston, var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir sextán ár á flótta frá yfirvöldum. Hann var að afplána tvo lífstíðardóma vegna ellefu morða þegar ráðist var á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Sama dag hafði hann verið fluttur í Hazelton-fangelsið í Vestur-Virginíu sem hýsir tæplega 1.400 fanga. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá ákærunum á hendur föngunum þremur í gær. Eru þeir Geas og DeCologero sakaðir um að hafa veitt Bulger fjölda áverka á höfði sem leiddu til dauða hans. Þá er McKinnon ákærður þar sem hann á að hafa borið ljúgvitni í málinu. Bulger var á flótta undan FBI í heil sextán ár en var handtekinn í Kaliforníu árið 2011 eftir að íslensk kona sem bjó í næsta húsi við hann lét yfirvöld vita. Bulger stýrði á sínum tíma glæpagenginu Winter Hill í suðurhluta Boston en var einnig sagður hafa verið uppljóstrari fyrir alríkislögregluna FBI. Glæpaferill hans var umfjöllunarefni kvikmyndanna Black Mass með Johnny Depp í aðalhlutverki og sömuleiðis The Departed sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta mynd árið 2007.
Bandaríkin Erlend sakamál James Whitey Bulger Tengdar fréttir Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Þann 22.júní árið 2011 var eftirsóttasti glæpamaður Bandaríkjanna handtekinn í íbúð sinni í Santa Monica vegna ábendingar frá íslenskri nágrannakonu hans. Það hefur kostað hugrekki enda ferill James Whitey Bulger blóði drifinn. 10. október 2015 13:00