Fótbolti

Íslendingalið Viking nálgast Sambandsdeildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking í kvöld.
Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking í kvöld. Jonathan Moscrop/Getty Images

Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar þeirra í norska liðinu Viking unnu mikilvægan 1-2 útisigur er liðið heimsótti FCSB til Rúmeníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Patrik og Samúel voru báðir í byrjunarliði Viking í kvöld. Patrik stóð vaktina í marki liðsins, en Samúel lék tæpar 85 mínútur á miðsvæðinu.

Heimamenn í FCSB tóku forystuna strax á þriðju mínútu, en norska liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Gestirnir tóku svo forystuna á 35. mínútu og lokatölur urðu 1-2.

Íslendingaliðið er því í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer að viku liðinni, en liðið sem hefur betur í einvíginu vinnur sér inn þátttökurétt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×