Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 08:01 Parið Saga Sig og Vilhelm Anton bjóða í opna vinnustofu á Menningarnótt. Illugi Vilhemsson Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. Öðruvísi upplifun „Við ákváðum að opna vinnustofunni fyrir gestum því við höfum gert það áður og það var svo skemmtilegt,“ segir Saga. „Okkur finnst sjálfum gaman að heimsækja aðra listamenn, það er einhvern veginn allt annað en að fara á sýningu.“ Hún segir stúdíó þeirra einnig vel staðsett, á þriðju hæð á Laugavegi 25, sem hentar einstaklega vel á Menningarnótt. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Fyrstu tónleikarnir í þrjú ár Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Sögu og Villa en ólík listform mætast á laugardaginn. „Við erum bæði búin að vera mála ný verk og svo passaði fullkomlega að hljómsveitin hans Villa, 200.000 naglbítar, héldu tónleika. Þeir hafa ekki spilað í þrjú ár og taka nokkur lög klukkan 20:00. Húsið er annars opið frá 17:00 á laugardaginn,“ segir Saga og bætir við: „Villi sýnir ný verk sem hann málaði út frá því að hlusta á skáldsögur og ævisögur Hemingway og serían einkennist af abstrakt portraitum af honum. Mín verk eru framhald af því sem ég hef verið að mála, þetta eru abstrakt verk sem eru máluð út frá tilfinningu.“ Listaverk eftir Villa.Aðsend Skapandi samband Parið fer skapandi leiðir í lífinu og má segja að listin sé rauður þráður hjá þeim. „Það eru mikil forréttindi að vera í sambandi þar sem báðir aðilar hafa svona mikla ástríðu fyrir því að skapa og vinna við það. Við förum oft öll fjölskyldan saman upp á vinnustofuna og strákarnir okkar að mála, teikna eða búa til tónlist líka.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sigurdardottir (@saga_sigurdardottir) Aðspurð segir Saga að hún og Villi vinni vel saman. „Við höfum ekki beint sameinað krafta okkar í listsköpunni, kannski aðallega hjálpað hvort öðru þar sem styrkleikar okkar liggja. Ég til dæmis við að taka myndir fyrir verkefnin hans Villa og Villi að hjálpa mér í hugmyndavinnu og textasmíð. Við höfum reyndar framleitt saman verkefni fyrir skandinavíska Vogue,“ segir Saga að lokum. Myndlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Öðruvísi upplifun „Við ákváðum að opna vinnustofunni fyrir gestum því við höfum gert það áður og það var svo skemmtilegt,“ segir Saga. „Okkur finnst sjálfum gaman að heimsækja aðra listamenn, það er einhvern veginn allt annað en að fara á sýningu.“ Hún segir stúdíó þeirra einnig vel staðsett, á þriðju hæð á Laugavegi 25, sem hentar einstaklega vel á Menningarnótt. View this post on Instagram A post shared by Saga Sig (@sagasig) Fyrstu tónleikarnir í þrjú ár Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Sögu og Villa en ólík listform mætast á laugardaginn. „Við erum bæði búin að vera mála ný verk og svo passaði fullkomlega að hljómsveitin hans Villa, 200.000 naglbítar, héldu tónleika. Þeir hafa ekki spilað í þrjú ár og taka nokkur lög klukkan 20:00. Húsið er annars opið frá 17:00 á laugardaginn,“ segir Saga og bætir við: „Villi sýnir ný verk sem hann málaði út frá því að hlusta á skáldsögur og ævisögur Hemingway og serían einkennist af abstrakt portraitum af honum. Mín verk eru framhald af því sem ég hef verið að mála, þetta eru abstrakt verk sem eru máluð út frá tilfinningu.“ Listaverk eftir Villa.Aðsend Skapandi samband Parið fer skapandi leiðir í lífinu og má segja að listin sé rauður þráður hjá þeim. „Það eru mikil forréttindi að vera í sambandi þar sem báðir aðilar hafa svona mikla ástríðu fyrir því að skapa og vinna við það. Við förum oft öll fjölskyldan saman upp á vinnustofuna og strákarnir okkar að mála, teikna eða búa til tónlist líka.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Sigurdardottir (@saga_sigurdardottir) Aðspurð segir Saga að hún og Villi vinni vel saman. „Við höfum ekki beint sameinað krafta okkar í listsköpunni, kannski aðallega hjálpað hvort öðru þar sem styrkleikar okkar liggja. Ég til dæmis við að taka myndir fyrir verkefnin hans Villa og Villi að hjálpa mér í hugmyndavinnu og textasmíð. Við höfum reyndar framleitt saman verkefni fyrir skandinavíska Vogue,“ segir Saga að lokum.
Myndlist Menning Ástin og lífið Tengdar fréttir Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Mistökin sem urðu að einhverju geggjuðu Listakonan Saga Sigurðardóttir var viðmælandi í þriðja þætti vefseríunnar KÚNST. 5. febrúar 2022 11:30
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
Saga Sig og Villi: „Listin flæðir yfir allt sem við gerum“ Kærustuparið Saga Sig og Vilhelm Anton, betur þekktur sem Villi Naglbítur, bjóða fólki að koma á opna vinnustofu sína í dag frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur bæði skoðað og keypt verk þeirra. 23. maí 2020 10:59