Lífið

Hætt í Selling Sunset

Elísabet Hanna skrifar
Christine Quinn er ekki óhrædd að feta sínar eigin leiðir.
Christine Quinn er ekki óhrædd að feta sínar eigin leiðir. Getty/MEGA

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Christine Quinn hefur verið afar umdeild í þáttunum Selling Sunset á Netflix þar sem hún hefur tekið þátt í fimm seríum. Nú er ljóst að hún mun ekki snúa aftur í þættina. 

Sökuð um að múta kúnnum

Samkvæmt heimildum People hefur verður Christine ekki partur af sjöttu og sjöunda seríu þáttanna sem byrjuðu í framleiðslu fyrr í sumar. Í lokaþætti síðustu seríu ásakaði Emma Hernan, samstarfskona hennar á fasteignasölunni Oppenheim Group, hana um að múta kúnnum til þess að hætta að starfa með sér og í kjölfarið urðu miklar erjur á milli þeirra.

Sagðist ætla að snúa aftur

Christine hafnaði ásökununum harðlega og sagðist ekki þurfa að múta fólki til þess að vinna með sér í stað Emmu. Skömmu síðar hætti hún að starfa hjá fasteignasölunni en þvertók fyrir það að hafa verið rekin og sagðist hafa hætt sjálf til þess að byrja með sitt eigið crypto fasteignafyrirtæki ásamt eiginmanni sínum. Þó að hún hafi ekki lengur starfað hjá Oppenheim Group sagðist hún enn verða partur af sjöttu seríunni af Selling Sunset. 

Engin endurkoma

Það vakti þó upp margar spurningar þegar hún missti af uppgjörsþætti seríunnar vegna Covid. Hún var ásökuð um að hafa gert sér upp veikindin til þess að komast hjá því að ræða málin sem höfðu komið upp í gegnum síðustu þáttaröðina. Endurkoma hennar hafði þó verið óljós fram að þessu en nú virðist vera ljóst að hún snúi ekki aftur.


Tengdar fréttir

Farin frá Oppenheim og felur sig undir borði

Raunveruleikastjarnan Christine Quinn hefur látið af störfum hjá Oppenheim Group og er að gefa út bókina How to be a Boss B*tch en á viðburði í tengslum við bókina lenti hún í mótmælendum og endaði á því að fela sig undir borði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.