Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 07:46 Ítalarnir skildu eftir sig ljót för á Kverkfjallaleið. Þórhallur Þorsteinsson Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan: Umhverfismál Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan:
Umhverfismál Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira