Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 07:01 Hjörtur Sigurðsson hleypur berfættur í maraþoninu hleypur til styrktar Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar. Aðsent Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira