Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 22:30 Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. sigurjón ólason Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“ Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“
Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira