Hætt að vera Glowie í bili Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 09:28 Sara Pétursdóttir segir skilið við það að vera Glowie, allavegana í bili. Skjáskot/Instagram Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári: Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
Risa samningur í London Sara sló upphaflega í gegn þegar hún sigraði söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2014 og í framhaldinu gaf hún út sitt fyrsta lag sem Glowie. Það var lagið No More sem kom út árið 2015 ásamt tónlistarmanninum Stony. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London. Í kjölfarið sendi hún frá sér smáskífuna Where I Belong sem kom út árið 2019. Eitt af lögum plötunnar var síðar endurútgefið með Söru og rapparanum Saweetie. Draumur frá því að hún var níu ára „Síðustu 7 ár hef ég einbeitt mér að tónlist og frá því ég var 9 ára hef ég haft þann draum að verða frægur listamaður. Reyndar hugsaði ég varla um neitt annað og á síðustu tveimur árum gerði ég mér sársaukafulla grein fyrir því að ég hef ekki hugmynd um hver ég er án tónlistar í lífi mínu,“ segir Sara í upphafi langrar færslu sem hún birti á Instagram miðli sínum. Hún segist þó enn elska að búa til tónlist og að mögulega sé von á efni frá henni í framtíðinni. View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Mikið álag Hún segir einnig í færslunni að tónlist hafi alltaf verið sitt öryggi og lengi vel hafa haldið að ekkert annað kæmi til greina fyrir sig í þessum heimi. „Á síðustu 7 árum sem ég var „Glowie“ hef ég öðlast svo ótrúlega reynslu að mér finnst ég virkilega heppin að hafa fengið að upplifa það, sérstaklega á svona ungum aldri. En á sama tíma hefur það verið mjög erfitt að vera undir svona miklu álagi á meðan ég hef verið að vaxa, breytast, finna sjálfan mig sem listamann og manneskju.“ Ætlar að vera bara Sara Sara segir síðustu ár hafa farið í það að elta drauminn en nú sé komið að kaflaskilum í hennar lífi: „Eftir 7 ára stöðugt hlaup í átt að draum sem ég átti þegar ég var 9 ára hef ég tekið ákvörðun um að taka mér frí frá því að búa til tónlist og gefa mér tíma og pláss til að vera bara hér, vera fullorðin, vera Sara. Læra að vera betri við sjálfa mig, elska og virða sjálfa mig og gera það sem mér finnst rétt.“ View this post on Instagram A post shared by (@itsglowie) Ákvörðunin tekin þegar hárið fékk að fjúka Hún segist jafnframt halda að ákvörðunin hafi verið tekin ómeðvitað fyrir mánuðum síðan þegar hún ákvað að raka af sér hárið en á þeim tímapunkti hafi hún ekki verið tilbúin að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og bætir við: „Að raka það af var bæði leið til að líta ekki út eins og „Glowie“ lengur og að vera nær sjálfri mér.“ Hér að neðan má sjá þegar Sara var gestur í þættinum Á rúntinum fyrr á þessu ári:
Tónlist Tímamót Tengdar fréttir „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Fleiri fréttir Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Sjá meira
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31