Bæta námsmöguleika barna með fatlanir til muna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:15 Friðsemd ásamt nemenda skólans. CLF Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu. CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi) Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
CLF, Candle Light Foundation, var stofnað af Erlu Halldórsdóttur og Rosette Nabuuma árið 2001. Þremur árum seinna stofnaði Erla CLF á Íslandi til að styðja við samtökin úti. Markmið CLF er að hjálpa ungum stúlkum sem standa höllum fæti í samfélaginu, til dæmis vegna fátæktar, foreldramissis, barneigna eða skorts á tækifærum í heimabyggð. Í dag eru nemendur skólans 173 talsins. „Skólinn er alveg rekinn af heimamönnum í Úganda og er enn þá leiddur af Rosette Nabuuma sem stofnaði samtökin með Erlu. Hún er enn þá mjög virk í samtökunum hérna úti og heldur þessu öllu gangandi. Það eru kennarar á launum að halda starfinu gangandi allt árið og okkar hlutverk er að styðja við starfið af því leiti sem við getum út frá þeirra þörfum,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu. Friðsemd, sem er formaður samtakanna, fór út ásamt Valdísi Önnu, ritara samtakanna, í júlímánuði. Samtökin höfðu fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að stækka skólann sem þau höfðu byggt í héraðinu Mukono en skólinn var ekki að ná að anna eftirspurn. Því var ný bygging byggð með tveimur kennslustofum, bókasafni og tilraunastofu. „Við erum bæði að nýta ferðina til að gera úttekt á verkefninu með stækkunina, svo fengum við annan styrk frá utanríkisráðuneytinu til að bæta aðgengi nemenda með fatlanir. Við fengum fyrirspurnir um það frá nemendum og erum með nokkra nemendur með hreyfihamlanir. Við tókum eftir því að aðstaðan væri ekki alls ekki nógu góð fyrir þessa nemendur þannig við sóttum um styrk hjá utanríkisráðuneytinu og fengum hann,“ segir Friðsemd í samtali við fréttastofu en nú er félagið að safna mótframlagi fyrir verkefnið. Talið er að yfir 2,5 milljónir barna í Úganda séu með einhverskonar fötlun. Börn með fatlanir í Úganda mæta ýmsum hindrunum í daglegu lífi, meðal annars vegna slæms aðgengis og fordóma. Saman draga hindranirnar úr tækifærum á menntun og auka líkur á félagslegri einangrun og fátækt. Því eru börn með fatlanir mun líklegri til að flosna úr námi en önnur börn. Með verkefninu vilja CLF samtökin geta tekið á móti fleiri nemendum með fatlanir og þannig tryggt jöfn tækifæri á menntun fyrir alla. Börnin í skólanum læra öll eitt verknám að eigin vali.CLF Tóku fyrstu skóflustunguna Heimsókn þeirra í skólann gekk mjög vel og fengu þær hátíðlegar móttökur frá nemendum og starfsfólki. Tekið var á móti þeim með dansi, söng, trommuslátt og ræðu. „Þetta sýnir hvað þau eru þakklát fyrir stuðninginn. Við opnuðum formlega þessa skólabyggingu og tókum fyrstu skóflustunguna af nýrri kennslustofu sem er hluti af aðgengisverkefninu. Þetta var allt mjög formlegt og skemmtilegt,“ segir Friðsemd. Fyrsta skóflustungan að nýrri kennslustofu var tekin. Hlaupa til styrktar CLF Styrkir frá utanríkisráðuneytinu virka þannig að samtökin fá 80 prósent af upphæðinni í styrk en þurfa að safna sjálf 20 prósent af fjármagninu á móti. Hægt er að gerast mánaðarlegur styrktaraðili hjá samtökunum og þannig styrkja stúlku í Úganda til náms. Þá eru nokkrir að hlaupa fyrir hönd samtakanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á laugardaginn. Hægt er að styrkja keppendur alveg þar til hlaupið klárast en þeir sem vilja hlaupa fyrir samtökin geta skráð sig á netinu þar til á miðnætti á morgun. View this post on Instagram A post shared by CLF á Íslandi (@clfaislandi)
Úganda Hjálparstarf Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12 „Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30 Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Sjá meira
Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. 16. júlí 2021 15:12
„Konur þar í landi standa höllum fæti“ CLF samtökin á Íslandi hafa stutt við Candle Light Foundation, frjáls félagasamtök í Kampala, höfuðborg Úganda, frá árinu 2004. 8. ágúst 2018 16:30
Alnæmisbörn safna fyrir verkmenntaskóla Verið er að leggja lokahönd á skólann fyrir bágstaddar stúlkur í Úganda. 16. mars 2015 13:10