Fór að gosstöðvunum á inniskónum því gönguskórnir voru of ljótir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2022 15:32 Þessi mynd var tekin á gönguleiðinni að gosstöðvunum og sjá má greinilega að fólk er misvel búið undir gönguna. Aðsend/Áki Tugir þúsunda hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Meradölum frá því að eldgos hófst þar fyrir tæpum tveimur vikum. Göngufólk hefur þó verið misvel búið og sumir lagt í hann ekki betur skóaðir en í inniskóm. Gönguleiðin að eldgosinu í Meradölum er talsvert torfærari en leiðin í Geldingadali, sem farin var að eldgosinu í fyrra. Stórgrýtt er á hluta leiðarinnar í Meradali og ekki þarf mikið til að fólk misstígi sig. Dæmi eru um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka að bílastæðinu vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Ferðamenn hafi bókstaflega gengið af sér skóna. Áki Pétursson, björgunarsveitarmaður, var við gosstöðvarnar í gær og segir mjög algengt að fólk fari illa skóað. Margir hugsi frekar um myndina fyrir Instagram en að gangan gangi vel. „Rosa margir í gær voru bara í sléttum strigaskóm. Það eru líka rosalega margir sem eru að fara í hvítum, glænýjum strigaskóm og punta sig upp til að vera fínir á myndum,“ segir Áki. Hann segist hafa rætt við stúlkuna, sem mynduð er hér að ofan í inniskóm, og hún hafi ákveðið að fara á inniskónum frekar en gönguskóm af því að gönguskórnir væru svo ljótir og pössuðu ekki við fatnaðinn sem hún valdi sér. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16. ágúst 2022 10:28 Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16. ágúst 2022 09:57 Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Gönguleiðin að eldgosinu í Meradölum er talsvert torfærari en leiðin í Geldingadali, sem farin var að eldgosinu í fyrra. Stórgrýtt er á hluta leiðarinnar í Meradali og ekki þarf mikið til að fólk misstígi sig. Dæmi eru um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka að bílastæðinu vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Ferðamenn hafi bókstaflega gengið af sér skóna. Áki Pétursson, björgunarsveitarmaður, var við gosstöðvarnar í gær og segir mjög algengt að fólk fari illa skóað. Margir hugsi frekar um myndina fyrir Instagram en að gangan gangi vel. „Rosa margir í gær voru bara í sléttum strigaskóm. Það eru líka rosalega margir sem eru að fara í hvítum, glænýjum strigaskóm og punta sig upp til að vera fínir á myndum,“ segir Áki. Hann segist hafa rætt við stúlkuna, sem mynduð er hér að ofan í inniskóm, og hún hafi ákveðið að fara á inniskónum frekar en gönguskóm af því að gönguskórnir væru svo ljótir og pössuðu ekki við fatnaðinn sem hún valdi sér.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16. ágúst 2022 10:28 Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16. ágúst 2022 09:57 Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Myndaveisla: Gosstöðvarnar eftir tvær vikur af eldgosi Rétt tæpar tvær vikur eru liðnar síðan eldgosið í Meradölum hófst og hefur það þegar tekið talsverðum breytingum. Enn er umferð um gosstöðvarnar talsverð en ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson, gerði sér ferð að gosstöðvunum í gær til að líta á síbreytilega náttúruna. 16. ágúst 2022 10:28
Lokað inn á gossvæðið á morgun Gas frá eldgosinu í Meradölum berst til norðurs í dag en spáð er sunnanátt, þrír til átta metrar á sekúndu, fyrir hádegi. Íbúar Vatnsleysustrandar gætu orðið varir við gas. Lokað verður inn á svæðið á morgun vegna slæmrar veðurspá en spáð er hvassviðri og stormi sunnan- og vestanlands á morgun með talsverðri rigningu. 16. ágúst 2022 09:57
Tilkoma landvarða hjálpi en meira þurfi til Gert er ráð fyrir að tveir landverðir standi vaktina við gosstöðvarnar á virkum dögum en þrír um helgar. Efasemdir eru uppi um að tveir til þrír landverðir geti sinnt því starfi sem fjöldi björgunarsveitamanna gerir á degi hverjum. 15. ágúst 2022 21:31