Þungir dómar fyrir grófar frelsissviptingar og líkamsárásir Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2022 16:44 Héraðsdómur Reykjaness er til húsa í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn voru á dögunum dæmdir til nokkuð langrar fangelsisvistar fyrir að frelsissvipta tvo menn og beita þá grófu ofbeldi. Þá var einn þeirra einnig sakfelldur fyrir að stela bíl móður annars brotaþola og peningum af bankareikningi hans. Mennirnir þrír, Otri Grettir Otrason, Aron Bjarni Stefánsson og Sindri Freyr Sigurbjartsson voru sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, og hótanir með því að hafa í félagi svipt mann frelsi í sex klukkustundir og veist að honum ítrekað með ofbeldi. Þeir kýldu hann meðal annars og slógu í andlitið, felldu hann í jörðina þar sem þeir spörkuðu ítrekað í hann uns hann var reistur við og bundinn við stól, fötin skorin utan af honum og sokkum troðið í munn hans og héldu áfram að kýla og slá hann ítrekað ásamt því að slá hann með felgulykli, eða álíka áhaldi, í fætur, slá hann með hnífabrýni, eða álíka áhaldi, í rifbein, maga og háls, slá hann með belti, sparka í kynfæri hans og setja fætur hans í fötu eða kar með ísköldum hreinsivökva og hella sama vökva yfir hann, að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þá var Otri Grettir einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa tekið fjármuni út af bankareikningi brotaþola, með því að neyða hann til að gefa upp leyninúmer bankakorts hans, og að hafa stolið bifreið móður hans nytjastuldi. Frömdu sams konar brot skömmu áður Þá voru þeir sakfelldir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung með því að hafa í félagi svipt annan mann frelsi í þrjár klukkustundir og veist að honum með ofbeldi, þar sem þeir meðal annars kýldu hann ítrekað í höfuð og búk, spörkuðu í hann liggjandi, handjárnuðu hann við stól og spörkuðu í kynfæri hans ásamt því að hóta honum frekara ofbeldi uns þeir létu hann lausan. Þá létu þeir manninn fylgjast með því ofbeldi sem lýst er hér að ofan. Foreldrar stúlku hafi lofað greiðslu fyrir árásina Otri Grettir bar fyrir dómi að hann hefði komið að staðnum þar sem frelsissviptingin var framkvæmd að beiðni meðákærða Arons, sem hafi sagt að foreldrar stúlku hafi boðið hálfa milljón króna fyrir að berja fyrrgreindan brotaþola. Sá hafi nauðgað stúlkunni. Otri Grettir játaði sök að hluta fyrir dómi en sagði hina tvo hafa gengið lengra í ofbeldinu. Aron Bjarni neitaði sök í málinu og benti á félaga sína tvo. Hann kvaðst hafa verið á staðnum en ekki stöðvað ofbeldið vegna þess að hann hafi frosið á tímabili þar til hann hafi séð hversu illa brotaþoli var haldinn. Hann kvaðst sjá eftir þessu öllu saman en að hann vissi af eigin raun hvernig það væri að lenda í frelsissviptingu. Sindri Freyr játaði sömuleiðis sök að hluta en kvað hina tvo hafa beitt megninu af ofbeldinu. Þá kvaðst hann einnig sjá eftir atvikum enda vissi hann af eigin raun hvernig væri að verða fyrir frelsissviptingu. Dómari komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til framburðar vitna og sakborninga, að þeir hefðu allir gerst sekir frelsissviptingar og líkamsárásir en Otri Grettir einn um ránið. Móðir stúlku sakfelld fyrir hótanir Fjórir sakborningar voru í málinu en auk mannanna þriggja var móðir stúlkunnar, sem sögð er hafa verið nauðgað af öðrum brotaþola, sakfelld í málinu. Hún var sakfelld fyrir að hafa sent manninum skilaboð sem voru til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Allir muna vita hvað þu gerðir helvitið þitt, eg skal sjálf sjá til þess að þú rotnir í hreinasta helviti mannógeðið þitt. Þú vili ekki einu sinni ímyndað þer hvað sé i vændum hja þer,“ og „Þu munt deyja.“ Ákvörðun refsingar hvað varðar móðurina var frestað til tveggja ára. Þungir dómar Sindri Freyr hlaut þyngstan dóm eða þriggja ára fangelsisvist, þar af 33 mánuði skilorðsbundið með sömu skilmálum. Um var að ræða upptöku af fyrri tuttugu mánaða dómi. Otri Grettir var dæmdur í tveggja ára fangelsi en fullnustu 21 mánaðar var frestað til fimm ára, haldi hann almennt skilorð. Aron Bjarni var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar, þar af fimmtán skilorðsbundinna með sömu skilmálum. Hann á að baki fjóra refsidóma.. Ástæða þess að svo stór hluti refsingar mannanna er skilorðsbundin er dráttur á rannsókn málsins. Atvik þau sem mennirnir voru sakfelldir fyrir áttu sér stað fyrir fjórum árum. Mennirnir voru auk þess dæmdir til að greiða fyrrgreindum brotaþola tvær og hálfa milljón króna í miskabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Mennirnir þrír, Otri Grettir Otrason, Aron Bjarni Stefánsson og Sindri Freyr Sigurbjartsson voru sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, og hótanir með því að hafa í félagi svipt mann frelsi í sex klukkustundir og veist að honum ítrekað með ofbeldi. Þeir kýldu hann meðal annars og slógu í andlitið, felldu hann í jörðina þar sem þeir spörkuðu ítrekað í hann uns hann var reistur við og bundinn við stól, fötin skorin utan af honum og sokkum troðið í munn hans og héldu áfram að kýla og slá hann ítrekað ásamt því að slá hann með felgulykli, eða álíka áhaldi, í fætur, slá hann með hnífabrýni, eða álíka áhaldi, í rifbein, maga og háls, slá hann með belti, sparka í kynfæri hans og setja fætur hans í fötu eða kar með ísköldum hreinsivökva og hella sama vökva yfir hann, að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þá var Otri Grettir einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa tekið fjármuni út af bankareikningi brotaþola, með því að neyða hann til að gefa upp leyninúmer bankakorts hans, og að hafa stolið bifreið móður hans nytjastuldi. Frömdu sams konar brot skömmu áður Þá voru þeir sakfelldir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung með því að hafa í félagi svipt annan mann frelsi í þrjár klukkustundir og veist að honum með ofbeldi, þar sem þeir meðal annars kýldu hann ítrekað í höfuð og búk, spörkuðu í hann liggjandi, handjárnuðu hann við stól og spörkuðu í kynfæri hans ásamt því að hóta honum frekara ofbeldi uns þeir létu hann lausan. Þá létu þeir manninn fylgjast með því ofbeldi sem lýst er hér að ofan. Foreldrar stúlku hafi lofað greiðslu fyrir árásina Otri Grettir bar fyrir dómi að hann hefði komið að staðnum þar sem frelsissviptingin var framkvæmd að beiðni meðákærða Arons, sem hafi sagt að foreldrar stúlku hafi boðið hálfa milljón króna fyrir að berja fyrrgreindan brotaþola. Sá hafi nauðgað stúlkunni. Otri Grettir játaði sök að hluta fyrir dómi en sagði hina tvo hafa gengið lengra í ofbeldinu. Aron Bjarni neitaði sök í málinu og benti á félaga sína tvo. Hann kvaðst hafa verið á staðnum en ekki stöðvað ofbeldið vegna þess að hann hafi frosið á tímabili þar til hann hafi séð hversu illa brotaþoli var haldinn. Hann kvaðst sjá eftir þessu öllu saman en að hann vissi af eigin raun hvernig það væri að lenda í frelsissviptingu. Sindri Freyr játaði sömuleiðis sök að hluta en kvað hina tvo hafa beitt megninu af ofbeldinu. Þá kvaðst hann einnig sjá eftir atvikum enda vissi hann af eigin raun hvernig væri að verða fyrir frelsissviptingu. Dómari komst að þeirri niðurstöðu, með vísan til framburðar vitna og sakborninga, að þeir hefðu allir gerst sekir frelsissviptingar og líkamsárásir en Otri Grettir einn um ránið. Móðir stúlku sakfelld fyrir hótanir Fjórir sakborningar voru í málinu en auk mannanna þriggja var móðir stúlkunnar, sem sögð er hafa verið nauðgað af öðrum brotaþola, sakfelld í málinu. Hún var sakfelld fyrir að hafa sent manninum skilaboð sem voru til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans. Skilaboðin voru eftirfarandi: „Allir muna vita hvað þu gerðir helvitið þitt, eg skal sjálf sjá til þess að þú rotnir í hreinasta helviti mannógeðið þitt. Þú vili ekki einu sinni ímyndað þer hvað sé i vændum hja þer,“ og „Þu munt deyja.“ Ákvörðun refsingar hvað varðar móðurina var frestað til tveggja ára. Þungir dómar Sindri Freyr hlaut þyngstan dóm eða þriggja ára fangelsisvist, þar af 33 mánuði skilorðsbundið með sömu skilmálum. Um var að ræða upptöku af fyrri tuttugu mánaða dómi. Otri Grettir var dæmdur í tveggja ára fangelsi en fullnustu 21 mánaðar var frestað til fimm ára, haldi hann almennt skilorð. Aron Bjarni var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar, þar af fimmtán skilorðsbundinna með sömu skilmálum. Hann á að baki fjóra refsidóma.. Ástæða þess að svo stór hluti refsingar mannanna er skilorðsbundin er dráttur á rannsókn málsins. Atvik þau sem mennirnir voru sakfelldir fyrir áttu sér stað fyrir fjórum árum. Mennirnir voru auk þess dæmdir til að greiða fyrrgreindum brotaþola tvær og hálfa milljón króna í miskabætur. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira