Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 09:28 Rannsóknarskipið Yuan Wang 5 við bryggju í Hambantota í morgun. Skipið er rekið af kínverska hernum og hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. AP/Eranga Jayawardena Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína. Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína.
Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01
Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42
Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21
Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45