Segir kaldhæðnislegt að leikmenn Man Utd vilji sjá félagið sækja fleiri leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 09:01 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United hefur farið skelfilega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur tapað báðum sínum leikjum til þessa, fengið á sig sex mörk og aðeins skorað eitt. Það er þó kaldhæðnislegt að leikmenn félagsins vilji sjá forráðamenn þess festa kaup á nýjum, og betri, leikmönnum. Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Martin Ziegler, yfirmaður íþróttadeildar The Times, ræddi við Sky Sports um stöðu mála hjá Man United. „Ég tel það skiljanlegt að leikmenn á borð við Harry Maguire geti lýst yfir áhyggjum sínum [á skorti á nýjum leikmönnum], sérstaklega er kemur að breidd leikmannahópsins. Það er þó kaldhæðnislegt þar sem það eru leikmennirnir sem eru ekki að standa sig. Þeir eru að biðja aðra leikmenn um að koma inn og taka sæti þeirra í byrjunarliðinu.“ „Það vita allir hversu erfitt verkefni er framundan hjá Man United, þeir þurfa að sækja virkilega góða leikmenn ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir.“ „Glazer fjölskyldan hefur aldrei verið hrædd við að setja pening í leikmannahóp félagsins. Á síðustu tíu árum hefur félagið eytt jafn miklu og hver annar. Vandamálið er að fá inn réttu leikmennina. Félagið þarf að komast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð, það er það sem venjulega rekur eigendurna í að setja pening í leikmannakaup.“ „Það er alltaf stór áskorun að fara til Man United. Kannski vissi Erik ten Hag ekki hversu erfitt þetta yrði. Hann vissi ekki hvernig leikmennirnir væru eða hvernig samheldnin í hópnum væri, hvernig mótherjar liðsins væru eða hvort leikmenn væru ósáttir með stöðu sína í liðinu. Hann er án efa í áfalli eftir hörmungarbyrjun liðsins.“ „Ef þú horfir á Brentford leikinn, það voru nokkrir leikmenn sem virkuðu hægir og orkulausir. Þeir litu út fyrir að vera sigraðir um leið og fyrsta markið kom,“ sagði Ziegler að lokum við Sky Sports. Manchester United fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn kemur. Liðin hafa bæði byrjað illa á leiktíðinni og gæti sá leikur verið hin fullkomna leið til að koma tímabilinu af stað fyrir alvöru.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00 Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30 De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00 Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Segja Ronaldo sitja einan í kaffiteríunni og að hann sé ekki hrifinn af aðferðafræði Ten Hag Það er aldrei lognmolla í kringum Manchester United og þá sérstaklega ekki þegar liðinu gengur jafn illa og raun ber vitni. Nú hefur The Athletic heimildir fyrir því að Cristiano Ronaldo sitji einn og yfirgefinn í matsal félagsins og hagi sér reglulega eins og prímadonna sé eitthvað sem honum líkar ekki við á æfingum. 15. ágúst 2022 16:00
Man Utd neitar sögusögnum um Ronaldo | Sky Sports eyðir færslu sinni Manchester United hefur neitað því að félagið ætli að rifta samningi Ronaldo vegna mögulegra hegðunarvandamála hjá framherjanum. 14. ágúst 2022 21:30
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. 14. ágúst 2022 10:00
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. 13. ágúst 2022 20:51