Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 07:31 Eftir að koma inn á gegn Fulham og skora þá byrjaði Darwin Núñez gegn Crystal Palace og sá rautt. EPA-EFE/ANDREW YATES Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55