Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2022 23:30 Síðasta myndin, tekin um tíu til fimmtán sekúndum áður en flugvélin skall í hlíðinni. Mynd/US MARINE CORPS Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu. Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu.
Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37