Lokuðu fólk inni í IKEA-verslun vegna útsetts viðskiptavinar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 11:22 Öryggisverðir reyndu að halda fólki inni en fólkið hafði betur að lokum líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Yfirvöld í Sjanghæ reyndu að loka IKEA-verslun í borginni eftir að í ljós kom að einstaklingur sem var útsettur fyrir Covid-19 smiti væri staddur inni í versluninni. Viðskiptavinir reyndu að brjóta sér leið út í stað þess að dúsa inni í versluninni. Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Sex ára drengur í Sjanghæ greindist smitaður af Covid-19 á dögunum eftir að hann kom heim frá Tíbet. Í kjölfar þess var ráðist í ítarlega smitrakningu til þess að komast hjá því að veiran næði að breiða sér út en í Kína er enn sú stefna við lýði að veirunni þurfi að útrýma alveg. Eitt smit er einu smiti of mikið. Í ljós kom að drengurinn hafði átt, það sem flokkast í Kína sem, náin samskipti við fjögur hundruð manns. Þá þurfti að rekja ferðir allra þessara einstaklinga og lokatalan er að 80 þúsund manns þurfa að fara í sóttkví og skimun. People in #China trying to escape as IKEA #Shanghai was getting full lockdown spontaneously due to #Covid_19.#CCP closedown everything if they even feel something and don't even care of women and children. pic.twitter.com/ccwyRevrZB— Germs of Woke CCP (@GermsofCCP) August 15, 2022 Einn þessara fjögur hundruð var staddur í IKEA-verslun þegar kom í ljós að hann og drengurinn höfðu átt í samskiptum. Því var versluninni lokað og læsa átti alla viðskiptavini inni til þess að skima þá. Gestir verslunarinnar voru ekki sáttir með þetta og reyndu að koma sér út til þess að komast hjá því að vera læstir inni í versluninni. Í myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá fólk troða sér fram hjá heilbrigðisstarfsfólki og brjóta upp hurðar sem öryggisverðir gættu. Þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví og einangrun í Sjanghæ hafa lengi kvartað yfir slæmum aðstæðum í einangrunarhúsum, til dæmis er fátt um matarsendingar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Tengdar fréttir Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47 Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. 13. júní 2022 12:47
Örvænting og ringulreið í Sjanghæ vegna faraldursins Mikil ringulreið hefur gripið um sig í Sjanghæ í Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann stóð yfir í tvær vikur en sumum var hleypt út í fyrsta skipti nú í vikunni. Fólk flykktist í matvöruverslanir og kepptist við að ná matvörum og nauðsynjavörum. 15. apríl 2022 12:13