Bæta sex árum við fangelsisdóm Suu Kyi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 11:26 Aung San Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar síðan í febrúar 2021. AP Photo Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtogi Mjanmar, hefur verið sakfelld fyrir enn eitt spillingarmálið af herdómstóli þar í landi. Með dómnum bætist sex ára fangelsisvist við þann ellefu ára dóm sem hún afplánar nú. Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum. Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Réttarhöldin fóru fram bak við luktar dyr svo hvorki almenningur né fjölmiðlar gátu fylgst með. Þá var lögmönnum hennar bannað af dómnum að tjá sig nokkuð um framvindu málsins. Suu Kyi var ákærð í fjórum liðum, meðal annars fyrir að hafa misnotað stöðu sína til að leigja land í almannaeigu undir markaðsverði og fyrir að hafa byggt sér húsnæði fyrir peninga sem renna áttu til góðgerðamála. Suu Kyi neitaði sök í öllum ákæruliðum og gert er ráð fyrir að lögmenn hennar muni áfrýja málinu. Suu Kyi afplánar þegar fangelsisdóm fyrir uppreisnaráróður, spillingu og aðrar meintar sakagiftir. Hún var sótt til saka fyrir ýmis meint brot eftir að henni og ríkisstjórn hennar var bolað frá völdum af mjanmarska hernum og hún handtekin í febrúar 2021. Sérfræðingar segja að dómsmál gegn henni séu tilraun herforingjastjórnarinnar til að réttlæta valdaránið og til þess að koma í veg fyrir að hún geti tekið áfram þátt í stjórnmálum en herinn hefur heitið því að blása til kosninga frá því að hann tók völd. Suu Kyi og aðrir lýðræðislega kjörnir stjórnmálamenn, sem sóttir hafa verið til saka, hafa neitað sök í öllum þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hendur þeirra. Talið er líklegt að lögmenn þeirra muni áfrýja dómunum á næstu dögum.
Mjanmar Tengdar fréttir Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18 Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01 Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar. 25. júlí 2022 07:18
Dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Mjanmar hefur sakfellt fyrrverandi leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, af ákæru um spillingu. Hún hefur verið í stofufangelsi síðan í febrúar 2021 eða frá því að herforingjar tóku völdin og boluðu stjórn hennar frá. 27. apríl 2022 08:01
Enn lengist fangelsisdómur Aung San Suu Kyi Dómstóll í Myanmar hefur úrskurðað fyrrverandi leiðtoga landsins Aung San Suu Kyi í fjögurra ára fangelsi. Suu Kyi var meðal annars sakfelld fyrir að flytja inn og notast við ólöglegar talstöðvar og fyrir að brjóta gegn reglum í kórónuveirufaraldrinum. 10. janúar 2022 07:37