Kenna kirkjusöfnuðum um mislingafaraldur sem banað hefur áttatíu börnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:14 Hátt í 1100 börn hafa smitast af mislingum í Simbabve frá því í apríl ef marka má heilbrigðisráðherra landsins. Getty/Tafadzwa Ufumeli Yfirvöld í Simbabve segja kirkjusöfnuðum um að kenna að áttatíu börn hafi látist úr mislingum síðan í apríl. Sjúkdómurinn hefur breiðst út um Simbabve undanfarnar mánuði og tæp sjö prósent þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn hafa látist úr honum. Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt. Simbabve Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Jasper Chimedza heilbrigðisráðherra landsins skrifaði á Twitter fyrir helgi að 125 hafi greinst með sjúkdóminn þar í landi en grunur sé um 1.036 smit. Flest þeirra hafi komið upp í héraðinu Manicaland í austurhluta landsins. Þá bætti hann því við að rekja mætti flest smitanna til samkoma í kirkjum. „Þessar samkomur sóttu einstaklingar frá mismunandi sveitum og bólusetningarsaga þeirra er óþekkt. Við teljum að með þessum samkomum hafi mislingar borist til svæða sem áður höfðu ekki orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum,“ skrifaði Chimedza á Twitter. Manicaland er annnað fjölmennasta hérað Simbabve en þar sagði Chimedza að 356 tilfelli sjúkdómsins hafi komið upp á undanförnum mánuðum og 45 látist. Flest þeirra sem talin eru hafa smitast af sjúkdómnum hafa verið börn á allrinum sex til fimmtán mánaða. Að sögn Chimedza voru fæst þeirra bólusett gegn mislingum vegna trúarlegra ástæðna foreldranna. Margar af vinsælustu kirkjum Simbabve banna safnaðarmeðlimum að láta bólusetja sig og í raun þiggja nokkurs konar heilbrigðisþjónustu. Milljónir manna fylgja boðum þessarra kirkna, sem boða lausn undan fátækt og sjúkdómum. Yfirvöld hafa nú boðað miklar bólusetningaraðgerðir gegn mislingum en faraldurinn hefur þegar haft þung áhrif á heilbrigðiskerfið, sem fyrir er veikt.
Simbabve Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira