„Við áttum að finna hann þarna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 17:04 Búið var að rífa fánann í hornunum og brjóta hann saman þegar Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, kom að honum í morgun. Vísir/Samsett Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni. Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fáninn var dreginn að húni í tilefni hinsegin daga og hefur hangið við kirkjuna síðan. Þegar Sunna Dóra, sóknarprestur við kirkjuna, kom í vinnuna í morgun sá hún að það var búið var að taka fánann niður. Eins og sjá má hefur fáninn verið rifinn í horninu við hringinn þannig það er ekki hægt að draga hann að húni að nýju.Vísir „Ég hélt að einhver í kirkjunni hefði tekið fánann niður af því að hinsegin dagar væru búnir og hefðu fjarlægt hann til að setja upp íslenska fánann. En svo þegar ég skoðaði það betur lá fáninn samanbrotinn á jörðinni,“ sagði Sunna við blaðamann. Þó hann hefði verið samanbrotinn var búið að rífa fánann við hringina í hornum hans þannig það var ekki hægt að draga hann aftur að húni. „Það er því augljóst að þetta var gert með ásetningi,“ sagði hún. „Það verður augljósara að þetta er engin tilviljun,“ sagði hún þegar blaðamaður benti á hvað það væri sérstakt að fáninn hefði verið brotinn saman. Þá bætti hún við „það er markmið í því að hann sé brotinn saman. Við áttum að finna hann þarna.“ Ekki einstakt tilvik Sunna tilkynnti atvikið í kjölfarið til lögreglunnar og lagði fram kæru á vef lögreglunnar þar sem hún lýsti aðkomunni og því sen hefði gerst. Hún segir að það sé nauðsynlegt að tilkynna svona verknað af því „þetta eru ákveðin eignaspjöll og þetta er gert til að senda ákveðin skilaboð.“ Það eru engar myndavélar við kirkjuna og því ólíklegt að nokkuð komi út úr rannsókn lögreglu. Hins vegar segir Sunna að það sé ekki hægt að samþykkja svona verknað, það verði að skrá hann og því sé gott að lögreglan sé meðvituð. Nýr regnbogafáni verði dreginn að húni Sunna segir að þetta sé í fyrsta skiptið sem regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni við Hjallakirkju frá því hún tók við sem sóknarprestur. Hún segist hafa tekið stolt þátt í því og það sé mikilvægt að regnbogafáninn hangi við íslenskar kirkjur og sé sýnilegur. Sambærileg skemmdarverk hafa gerst víðar, þar á meðal við Grafarvogskirkju þar sem málað var yfir regnbogafánamálverk á gangstétt og regnbogafánar voru klipptir niður við hringtorg í Rangárþingi. Sunnar telur því að það sé víða verið að senda neikvæð skilaboð. Þau í Hjallakirkju ætli hins vegar ekki að láta þetta skemmdarverk á sig fá og ætli að ná í nýjan regnbogafána til að draga að húni.
Hinsegin Kópavogur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent