Næðisskikkjur og lekalausir pokar fyrir göngufólk í spreng Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2022 22:01 Mikilvægt er að göngufólk átti sig á því að eldgosið er í óbyggðum og ekki hægt að komast á klósett þar. Vísir/Vilhelm Viðbúið er að fjöldi fólks leggi leið sína að gosstöðvunum í Meradölum um helgina, enda búið að bæta gönguleiðir og auka aðgengi að gosinu. Það eru þó ákveðnir hlutir sem einhverjir hafa áhyggjur af. Það eru klósettmálin. Þó búið sé að bæta aðgengi að gosinu til muna, með því að stika og þétta gönguleiðina, er ekki þar með sagt að um sé að ræða þægilegan sunnudagsgöngutúr. Atriði sem margir ferðamenn virðast hafa áhyggjur af eru klósettmál. Eðli málsins samkvæmt er engin salernisaðstaða í næsta nágrenni við eldgosið, og því vaknar hjá sumum spurningin, hvar á ég að sinna þörfum mínum? Umræða um nákvæmlega þetta kviknaði í rúmlega áttatíu þúsund manna Facebook-hópi um ferðamennsku á Íslandi, mögulegar lausnir voru nokkuð fjölbreyttar. Einhverjir bentu á að einfaldast væri að finna sér afvikinn stað og láta einfaldlega vaða, en aðrir vilja vera undirbúnir, til að mynda með því að hafa með sér ferðaklósett. Þannig benti einn ferðamaður á þar til gerða poka, loftþétta og lekalausa, sem hægt væri að notast við ef náttúran kallaði. Annar benti á sérstaka næðisskikkju, sem gæti nýst allra spéhræddustu göngumönnum við að gera þarfir sínar. Notagildi hennar í slagviðri og rigningu liggur þó ekki fyrir. Næðisskikkjan gæti verið fastur gestur í bakpokum göngugarpa í framtíðinni. Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í Þorbirni í Grindavík, segir í samtali við fréttastofu að einhverjir ferðamenn hafi kvartað yfir þessu við sjálfboðaliða á svæðinu. „Hversu langt á alltaf að hlaupa með klósett á eftir fólki? Þú ert að fara út í óbyggðir, þú verður að gera ráð fyrir að þú komist ekki í klósett alveg hvar sem er,“ segir Steinar. „Við höfum svo sem heyrt af því en þetta er kannski ekki okkar hlutverk, að skaffa klósetti út um allar koppagrundir. En jújú, þetta hefur verið vandamál og fólk hefur verið að vandræðast með þetta.“ Á morgun er von á ágætisveðri og því líklegt að fjöldi fólks muni ganga í átt að gosinu þá og á sunnudaginn. Hann segir björgunarsveitarfólk vera tilbúið í hvað sem er en verkefnin hafa verið þónokkur síðan gosið hófst. Björgunarsveitarmenn að störfum við eldgosið í Meradölum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið aðeins um að fólk sé að detta og aðeins að tjóna sig. Síðan er búið að vera eitthvað í dag skilst mér, það er fínasta veður og góðar aðstæður, fólk er að örmagnast. Endilega takið það til greina að þetta er ferðalag út í óbyggðir,“ segir Steinar. Alveg sama þótt veðrið sé gott, þá verður fólk að búa sig vel? „Þetta er jafnlangt,“ segir Steinar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37 Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22 Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þó búið sé að bæta aðgengi að gosinu til muna, með því að stika og þétta gönguleiðina, er ekki þar með sagt að um sé að ræða þægilegan sunnudagsgöngutúr. Atriði sem margir ferðamenn virðast hafa áhyggjur af eru klósettmál. Eðli málsins samkvæmt er engin salernisaðstaða í næsta nágrenni við eldgosið, og því vaknar hjá sumum spurningin, hvar á ég að sinna þörfum mínum? Umræða um nákvæmlega þetta kviknaði í rúmlega áttatíu þúsund manna Facebook-hópi um ferðamennsku á Íslandi, mögulegar lausnir voru nokkuð fjölbreyttar. Einhverjir bentu á að einfaldast væri að finna sér afvikinn stað og láta einfaldlega vaða, en aðrir vilja vera undirbúnir, til að mynda með því að hafa með sér ferðaklósett. Þannig benti einn ferðamaður á þar til gerða poka, loftþétta og lekalausa, sem hægt væri að notast við ef náttúran kallaði. Annar benti á sérstaka næðisskikkju, sem gæti nýst allra spéhræddustu göngumönnum við að gera þarfir sínar. Notagildi hennar í slagviðri og rigningu liggur þó ekki fyrir. Næðisskikkjan gæti verið fastur gestur í bakpokum göngugarpa í framtíðinni. Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í Þorbirni í Grindavík, segir í samtali við fréttastofu að einhverjir ferðamenn hafi kvartað yfir þessu við sjálfboðaliða á svæðinu. „Hversu langt á alltaf að hlaupa með klósett á eftir fólki? Þú ert að fara út í óbyggðir, þú verður að gera ráð fyrir að þú komist ekki í klósett alveg hvar sem er,“ segir Steinar. „Við höfum svo sem heyrt af því en þetta er kannski ekki okkar hlutverk, að skaffa klósetti út um allar koppagrundir. En jújú, þetta hefur verið vandamál og fólk hefur verið að vandræðast með þetta.“ Á morgun er von á ágætisveðri og því líklegt að fjöldi fólks muni ganga í átt að gosinu þá og á sunnudaginn. Hann segir björgunarsveitarfólk vera tilbúið í hvað sem er en verkefnin hafa verið þónokkur síðan gosið hófst. Björgunarsveitarmenn að störfum við eldgosið í Meradölum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið aðeins um að fólk sé að detta og aðeins að tjóna sig. Síðan er búið að vera eitthvað í dag skilst mér, það er fínasta veður og góðar aðstæður, fólk er að örmagnast. Endilega takið það til greina að þetta er ferðalag út í óbyggðir,“ segir Steinar. Alveg sama þótt veðrið sé gott, þá verður fólk að búa sig vel? „Þetta er jafnlangt,“ segir Steinar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37 Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22 Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37
Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36