Dæmi um að ferðamenn gangi af sér skóna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2022 14:46 Reikna má með að nokkur fjöldi skoði gosið um helgina. Vísir/Villhem Frá því að eldgosið í Meradölum hófst eru dæmi um að björgunarsveitir hafi þurft að skutla ferðamönnum til baka vegna þess að ekkert er eftir af skóbúnaði þeirra. Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biðlar til þeirra sem ætla að ganga að gosinu að undirbúa sig vel. Eldgosið í Meradölum trekkir að, bæði Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem heimsækja landið. Um fimm þúsund heimsóttu svæðið í gær og reikna má að töluverður fjöldi leggi leið sína að gosinu í dag og um helgina. Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi um hvað þyrfti að hafa í huga fyrir ferðalag að gosinu. Einn fótbrotnaði í gær Benti hann að þrátt fyrir að verið væri að lagfæra aðalgönguleiðina að gosinu, svokallaða A-leið, ætti eftir að klára það til enda. Sú vinna auðveldar aðgengið að einhverju leyti, en áfram þarf að reikna með fimm til sex tímum í ferðalagið. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Leiðin er í raun og veru ekkkert styttri en það er þægilegra að labba. Við erum búin að þétta á milli stika. Á morgun eða hinn fara upp á hundrað metra fresti svona ljósamöstur eða blikkandi ljós, upp á þokuna að gera,“ sagði Bogi. Komið hefur fyrir að ferðamenn villist af gönguleiðinni að næturlagi, eins og gerðist í nótt. Ánægjuleg upplifun með réttum undirbúningi Björgunarsveitir standa vaktina á svæðinu. Segir Bogi að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi slasað sig, þó alltaf einn og einn. Til að mynda hafi einn fótbrotnað í gær. Þá sinna björgunarsveitarmenn ýmsum verkum á svæðinu. „Svo er einn og einn ferðamaður sem við erum að skutla niður, bæði í „guide-uðum“ hópum og á einkavegum, búnir að labba af sér skóna, það er bara ekkert eftir,“ segir Bogi. Hvetur hann alla þá sem ætla að skoða gosið að undirbúa ferðina vandlega. „Maður skilur alveg aðdráttaraflið og allt en fólk má ekki alveg gleyma sér í því, hvað á maður að segja, að nánast drepa sig við það að sjá eldgos. Útihátíðarstemmning við gosið.Vísir/Vilhelm Það þarf að hugsa þetta aðeins og um leið og þú gerir það þá líður þér miklu betur sjálfur á leiðinni. Ef þú spáir í fatnaði, hefur með þér gott að borða, ert í góðum skóm, þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. Þá segir hann mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum viðbragsaðila á vettvangi. Björgunarsveitarmenn séu til að mynda með gasmæla sem betra sé að hlusta á. „Það er bara þegar þetta fer að pípa þá er betra að fara í burtu.“ Með allt þetta á hreinu geti gosferðin verið ánægjuleg upplifun. Það er vissara að vera vel búin.Vísir/Vilhelm. „Ef þú gerir þetta rétt þá er þetta eitthvað til að njóta. Það er ekkert gaman að vera aftan í björgunarsveitarbílnum hjá okkur í börum að hossast til baka. Það tekur einn klukkutíma eða meira.“ Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér fyrir neðan. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Bítið Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Eldgosið í Meradölum trekkir að, bæði Íslendinga sem og erlenda ferðamenn sem heimsækja landið. Um fimm þúsund heimsóttu svæðið í gær og reikna má að töluverður fjöldi leggi leið sína að gosinu í dag og um helgina. Bogi Adolfsson, formaður Þorbjarnar, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi um hvað þyrfti að hafa í huga fyrir ferðalag að gosinu. Einn fótbrotnaði í gær Benti hann að þrátt fyrir að verið væri að lagfæra aðalgönguleiðina að gosinu, svokallaða A-leið, ætti eftir að klára það til enda. Sú vinna auðveldar aðgengið að einhverju leyti, en áfram þarf að reikna með fimm til sex tímum í ferðalagið. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Leiðin er í raun og veru ekkkert styttri en það er þægilegra að labba. Við erum búin að þétta á milli stika. Á morgun eða hinn fara upp á hundrað metra fresti svona ljósamöstur eða blikkandi ljós, upp á þokuna að gera,“ sagði Bogi. Komið hefur fyrir að ferðamenn villist af gönguleiðinni að næturlagi, eins og gerðist í nótt. Ánægjuleg upplifun með réttum undirbúningi Björgunarsveitir standa vaktina á svæðinu. Segir Bogi að ekki hafi verið mikið um að fólk hafi slasað sig, þó alltaf einn og einn. Til að mynda hafi einn fótbrotnað í gær. Þá sinna björgunarsveitarmenn ýmsum verkum á svæðinu. „Svo er einn og einn ferðamaður sem við erum að skutla niður, bæði í „guide-uðum“ hópum og á einkavegum, búnir að labba af sér skóna, það er bara ekkert eftir,“ segir Bogi. Hvetur hann alla þá sem ætla að skoða gosið að undirbúa ferðina vandlega. „Maður skilur alveg aðdráttaraflið og allt en fólk má ekki alveg gleyma sér í því, hvað á maður að segja, að nánast drepa sig við það að sjá eldgos. Útihátíðarstemmning við gosið.Vísir/Vilhelm Það þarf að hugsa þetta aðeins og um leið og þú gerir það þá líður þér miklu betur sjálfur á leiðinni. Ef þú spáir í fatnaði, hefur með þér gott að borða, ert í góðum skóm, þá er þetta bara skemmtileg upplifun,“ segir Bogi. Þá segir hann mikilvægt að fylgja fyrirmælum og leiðbeiningum viðbragsaðila á vettvangi. Björgunarsveitarmenn séu til að mynda með gasmæla sem betra sé að hlusta á. „Það er bara þegar þetta fer að pípa þá er betra að fara í burtu.“ Með allt þetta á hreinu geti gosferðin verið ánægjuleg upplifun. Það er vissara að vera vel búin.Vísir/Vilhelm. „Ef þú gerir þetta rétt þá er þetta eitthvað til að njóta. Það er ekkert gaman að vera aftan í björgunarsveitarbílnum hjá okkur í börum að hossast til baka. Það tekur einn klukkutíma eða meira.“ Horfa má á beina útsendingu frá gosinu hér fyrir neðan.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Bítið Tengdar fréttir Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52 Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11 Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. 12. ágúst 2022 10:52
Villtust af gönguleiðinni í nótt Viðbragðsaðilar á vakt við gosstöðvarnar aðstoðu átján manns sem villst höfðu af gönguleið A að eldgosinu í nótt. 12. ágúst 2022 10:11
Myndaveisla: Ferðamenn trúa ekki eigin augum í Meradölum Þeir ferðamenn sem ljósmyndari okkar, Vilhelm Gunnarsson myndaði við gosstöðvarnar í Meradölum trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir sáu tilkomumikið sjónarspilið í dalnum í fyrsta sinn. Það er enda ekki á hverjum degi sem fólk víðs vegar að kemst í tæri við eldgos. 11. ágúst 2022 10:19