Virðast hafa komið hingað til lands einungis til að svíkja fé Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 17:20 Glæpamennirnir settu upp falska síðu til þess að plata fólk í að gefa þeim kortaupplýsingarnar sínar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á fjársvikamáli sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði miðar vel. Talið er að hópur brotamanna hafi verið að verki en framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir við rannsóknina. Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50. Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50.
Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira