Virðast hafa komið hingað til lands einungis til að svíkja fé Bjarki Sigurðsson skrifar 11. ágúst 2022 17:20 Glæpamennirnir settu upp falska síðu til þess að plata fólk í að gefa þeim kortaupplýsingarnar sínar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu á fjársvikamáli sem viðskiptavinir Landsbankans urðu fyrir í síðasta mánuði miðar vel. Talið er að hópur brotamanna hafi verið að verki en framkvæmdar hafa verið bæði handtökur og húsleitir við rannsóknina. Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50. Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Í lok júlí sendi Landsbankinn frá sér tilkynningu þar sem viðskiptavinir voru varaðir við svikasíðu sem sett hafði verið upp til þess að reyna að svíkja fé úr fólki. Fólk hélt að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn en var í raun að senda notendaupplýsingar sínar til svikahrappanna. Lögreglan hefur rannsakað málin síðustu vikur en sakborningarnir í málinu virðast hafa komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni virðast sakborningarnir hafa sérhæfingu í netfjársvikum og peningaþvætti. Einn sakborninganna sat í gæsluvarðhaldi í tæpan hálfan mánuð vegna rannsóknarhagsmuna en sá er nú laus úr haldi. Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Í tilkynningu á vef Landsbankans sem birt var í kvöld segir að svikahrapparnir hafi keypt lén sem líkist léni Landsbankans, til dæmis Landsbankinn.co í staðinn fyrir Landsbankinn.is. Þá hafi þeir keypt auglýsingar hjá Google sem olli því að þegar fólk sló nafn bankans inn í leitarvef Google þá kom auglýsta síðan upp en ekki sú rétta. „Við mælum eindregið með að viðskiptavinir tengist ávallt netbankanum beint í gegnum vef bankans, með því að slá inn landsbankinn.is. Kjósi fólk að nota leitarvélar er afar mikilvægt að vera viss um að slóðin sé örugglega rétt, og í okkar tilfelli er það landsbankinn.is,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu bankans í síðustu viku var þetta ítrekað: Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is. Fréttin var uppfærð klukkan 18:50.
Aldrei samþykkja innskráningu, millifærslu eða aðrar aðgerðir í netbanka/appi nema þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Ekki samþykkja innskráningu með rafrænum skilríkjum nema þú sért í raun og veru að nota þau til að skrá þig inn. Óvíst er hvort hægt sé að endurheimta fé sem tapast með þessum hætti og þá getur þú setið uppi með tjónið. Við sendum þér aldrei hlekki sem leiða þig inn á innskráningarsíðu netbankans eða appsins. Farðu alltaf inn á vefinn okkar eftir hefðbundinni leið – www.landsbankinn.is – til að skrá þig inn í netbankann. Viðskiptavinir sem hafa skráð inn upplýsingar á svikasíðu þurfa strax að skipta um lykilorð inn í netbankann/appið og leyninúmer á reikningum. Við mælum með að þú kynnir þér netöryggismál og varnir gegn netsvikum á landsbankinn.is/netoryggi. Verði fólk fyrir slíkum svikum skuli það: Hafðu samband við okkur sem fyrst í síma 410 4000, með tölvupósti á landsbankinn@landsbankinn.is eða á netspjalli. Ef kortinu eða kortanúmerinu þínu er stolið getur þú fryst það strax í Landsbankaappinu. Utan afgreiðslutíma banka getur þú hringt í neyðarnúmer kortafyrirtækja. Neyðarnúmer Valitors, sem gefur út Visa-kort, er 525 2000. Þú getur tilkynnt lögreglu um svikin með því að senda tölvupóst í netfangið cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Íslenskir bankar Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira