Meirihlutinn lost in space Gunnar Smári Egilsson skrifar 11. ágúst 2022 13:18 Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Hvað hét hann aftur upplýsingaráðherra Saddam Hussein sem hélt blaðafundi um að íraski herinn væri að sigra stríðið þótt hægt væri að sjá Bagdad falla í bakgrunni? Viðtal RÚV við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Ráðhúsinu í morgun minnir á þann mann. Það er eitthvað stórkostlegt að þessum meirihluta. Hann er algjörlega klipptur frá þeirri þjónustu sem borgin á að veita borgurunum. Það er meginhlutverk borgarinnar. Dagur talar um að þau hafi breytt áætlunum fyrir tveimur árum, muni fá upplýsingar eftir viku, að fyrir fjórum árum hafi hann sagt sex ár og alls konar eins og hann sé lost in space. Foreldrarnir lifa hins vegar í deginum í dag, hér og nú. Barnafjölskyldur geta ekki lifað í áætlunum, markmiðum, endurskoðun Dags & co. Þegar ég var ritstjóri á áskriftarblaði í gamla daga var símtölum vísað til mín þegar fólk vildi segja upp áskrift. Sama átti við um kvartanir vegna þjónustu, ekki bara vegna efni blaðsins. Þetta var ágætt regla, jarðsamband er stjórnendum lífsnauðsynlegt. Þeir verða að fá kvartanir þeirra sem njóta þjónustunnar til geta metið tillögur og plön sem búin eru til á skrifstofunni. Stjórnandi er fulltrúi notenda gagnvart starfsfólkinu, ekki yfirstrumpur skrifstofunnar. Kannski ætti ég að bjóða Degi B. upp á stjórnunarnámskeið. En grínlaust. Borgin er að hrynja vegna blindu stjórnenda gagnvart þjónustuskyldum þessa fyrirtækis. Strætófarþegar eru óánægðir með leiðakerfið. Ökumenn botna ekki í því hvers vegna götum er lokað vegna framkvæmda mánuðum, jafnvel árum saman. Sorp var hirt vikulega um aldamótin en núna standast ekki einu sinni áætlanir um að hirða það á þriggja vikna fresti. Borgin er skítug, það er aldrei svo að maður horfi yfir götur og torg og dáist af snyrtimennskunni eins og gerist iðulega í öðrum borgum. Eldra fólk á rétt á heimilisaðstoð en fær hana gloppótt, ef starfsmaður forfallast fellur þjónustan niður þá vikuna, stundum vikum saman. Börn fá ekki leikskólapláss. Fátækt fólk fær ekki húsnæði. Ég gæti haldið áfram endalaust, geri það kannski seinna. Ég er kominn niður á þá skoðun að þetta sé kúltúrískur vandi; að meirihlutinn sé einskonar cult sem telur sig svífa yfir borgarlandinu. Öll svör einkennast af því að þau viti í raun betur, að við séum fífl en þau með allt á hreinu. Borgari: Okkur vantar pláss fyrir barnið okkar. Meirihlutinn: Já, við leystum einmitt þennan vanda fyrir fjórum árum. Borgari: En barnið er samt ekki á leikskóla. Meirihlutinn: Áætlanir okkar sýna að við höfum aldrei staðið okkur betur, þetta er einmitt það sem við leggjum mesta áherslu á. Þetta er orðinn einhver farsi. Passið ykkur í kjörklefanum. Kjósið eftir hagsmunum ykkar og reynslu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun