Innlent

Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. 
Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013.  MYND/STEFÁN

Fyrr­verandi ríkis­sátta­­semjari segir það mjög ó­­­venju­­legt að for­­seti Al­þýðu­­sam­bandsins segi af sér vegna deilna inna verka­­lýðs­hreyfingarinnar. Á­tökin hafi verið ó­­­venju opin­ber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur á­hrif á gerð kjara­samninga í haust.

Drífa Snæ­­dal, for­­seti Al­þýðu­­sam­bandsins, sagði af sér í gær­morgun. Talaði hún þá mjög opin­­skátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa á­­fram undir á­rásum annarrar þeirra.

Magnús Péturs­­son gegndi starfi ríkis­sátta­­semjara árin 2008 til 2013.

„Ég held að það verði nú að teljast mjög ó­­­venju­­legt að for­­seti Al­þýðu­­sam­bandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri for­­setar hafa náttúru­­lega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann.

Það þurfi þó engan að undra að mis­munandi skoðanir og deilur séu uppi innan Al­þýðu­­sam­bandsins, það sé ekki nýtt.

Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð ein­­kenni­­legar.

„Það er ein­­kennandi fyrir síðast­liðin eitt, tvö ár hvað á­tökin innan hreyfingarinnar hafa verið opin­ber. Menn hafa talað mjög opin­­skátt á báða bóga fyrir málum. Það er ó­­­venju­­legt finnst mér,“ segir Magnús Péturs­­son.

Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda

Ragnar Þór Ingólfs­­son, for­­maður VR, sagði í sam­tali við Ríkis­út­­varpið í gær að af­­sögn Drífu myndi ekki hafa nein á­hrif á komandi kjara­­samnings­við­ræður í nóvember.

Aðildar­­fé­lögin fari sjálf með samnings­um­­boð - ekki Al­þýðu­­sam­bandið.

Magnús segir málið þó ekki alveg svo ein­falt. Sam­bandið geti spilað stórt hlut­­verk í kjara­­samnings­­gerð.

„Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkis­valdið að koma að kjara­­samningum þá hefur náttúru­­lega rödd Al­þýðu­­sam­bandsins, sam­eigin­­leg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að ein­­stök fé­lög hafa kannski ekki náð eyrum ríkis­valdsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum fé­lags­­legum hlutum. Og ég held að það muni hafa á­hrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús.

Nýr for­­seti sam­bandsins verður kjörinn á næsta árs­fundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr fram­­tíð verka­­lýðs­hreyfingarinnar næstu árin.


Tengdar fréttir

Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi

Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar.

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×