Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2022 12:29 Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. MYND/STEFÁN Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sagði af sér í gærmorgun. Talaði hún þá mjög opinskátt um deilur tveggja blokka sem hafa myndast innan hreyfingarinnar og sagðist ekki geta hugsað sér að starfa áfram undir árásum annarrar þeirra. Magnús Pétursson gegndi starfi ríkissáttasemjara árin 2008 til 2013. „Ég held að það verði nú að teljast mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér með þeim hætti sem hér á sér stað. Fyrri forsetar hafa náttúrulega setið nokkurn tíma áður og alltaf tekist að lægja öldur innan hreyfingarinnar,“ segir hann. Það þurfi þó engan að undra að mismunandi skoðanir og deilur séu uppi innan Alþýðusambandsins, það sé ekki nýtt. Hins vegar hafi deilurnar síðasta árið verið nokkuð einkennilegar. „Það er einkennandi fyrir síðastliðin eitt, tvö ár hvað átökin innan hreyfingarinnar hafa verið opinber. Menn hafa talað mjög opinskátt á báða bóga fyrir málum. Það er óvenjulegt finnst mér,“ segir Magnús Pétursson. Einstök félög hafi ekki náð eyrum stjórnvalda Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að afsögn Drífu myndi ekki hafa nein áhrif á komandi kjarasamningsviðræður í nóvember. Aðildarfélögin fari sjálf með samningsumboð - ekki Alþýðusambandið. Magnús segir málið þó ekki alveg svo einfalt. Sambandið geti spilað stórt hlutverk í kjarasamningsgerð. „Reynslan er nú sú að ef það reynir á ríkisvaldið að koma að kjarasamningum þá hefur náttúrulega rödd Alþýðusambandsins, sameiginleg, skipt mjög miklu máli. Vegna þess að einstök félög hafa kannski ekki náð eyrum ríkisvaldsins svo mjög þegar kemur að svona ýmsum félagslegum hlutum. Og ég held að það muni hafa áhrif í haust hvernig á því verður haldið,“ segir Magnús. Nýr forseti sambandsins verður kjörinn á næsta ársfundi þess sem verður haldinn í haust. Þar telur Magnús að ráðist hvernig spilist úr framtíð verkalýðshreyfingarinnar næstu árin.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36 Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar. 10. ágúst 2022 11:36
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22